Guðmundur Karl Guðfinnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. júlí 2022 kl. 15:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. júlí 2022 kl. 15:09 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Karl Guðfinnsson.

Guðmundur Karl Guðfinnsson frá Herðubreið við Heimagötu 28, skipstjóri fæddist 8. janúar 1941 á Reynivöllum við Kirkjuveg 66.
Foreldrar hans voru Guðfinnur Guðmundsson skipstjóri, f. 25. júní 1912 í Hjálmholti við Urðaveg 34, d. 22. nóvember 1945, og kona hans Olga Karlsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. þar 26. mars 1917, d. 12. apríl 1976.

Guðmundur var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Guðmundur var tæpra fimm ára. Hann var síðan með móður sinni og síðar henni og Árna Johnsen kaupmanni, f. 13. október 1892, d. 15. apríl 1963.
Guðmundur sótti vélstjóranámskeið í Eyjum 1957-1958, stýrimannanámskeið þar 1959-1960. Hann tók hið meira fiskimannapróf í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1962.
Guðmundur var sjómaður frá unga aldri að undansildum nokkrum mánuðum á netaverkstæði og tveim mánuðum á trésmíðaverkstæði.
Hann var skipstjóri frá 1963 nema 1969 og 1970.
Þau Ellen Margrét giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Boðaslóð 3 til Goss 1973, en fluttu þá til lands, bjuggu á fjórum stöðum, en fluttu í Kléberg 4 í Þorlákshöfn í lok árs 1974 og í Blikanes í Garðabæ fluttu þau 1981. Þar bjuggu þau, en Guðmundur flutti síðan á Flúðir og hefur búið þar síðan.

I. Kona Guðmundar, (4. apríl 1961), var Ellen Margrét Ólafsdóttir frá Boðaslóð 3, húsfreyja, kaupmaður, f. 15. desember 1943, d. 8. apríl 2022 á Selfossi.
Börn þeirra:
1. Ólafur Guðmundsson vistmaður í Tjaldanesi, f. 22. október 1959.
2. Olga Lind Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1963. Maður hennar Eiríkur Ágústsson.
3. Valný Björg Guðmundsdóttir, f. 31. desember 1971. Maður hennar Karl Guðmundsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 23. apríl 2022. Minning Ellenar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.