Klara Guðjónsdóttir (Dyrhólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. desember 2021 kl. 19:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. desember 2021 kl. 19:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Klara Guðjónsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Klara Guðjónsdóttir frá Dyrhólum heimasæta fæddist 30. júlí 1916 í Stafholti og lést 16. desember 1935.
Foreldrar hennar voru Guðjón Pétur Valdason útgerðarmaður, skipstjóri, f. 4. nóvember 1893 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 17. ágúst 1989, og fyrri kona hans Margrét Símonardóttir húsfreyja, f. 17. september 1891, d. 30. maí 1920.

Börn Margrétar og Guðjóns:
1. Bergur Elías Guðjónsson útgerðarmaður, verkstjóri, f. 10. júní 1913, d. 7. júní 2003.
2. Ragnhildur Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja á Kaldrananesi í Mýrdal, f. 28. maí 1915, d. 5. júní 1990.
3. Klara Guðjónsdóttir, f. 30. júlí 1916, d. 16. desember 1935.
Börn Guðbjargar og Guðjóns:
4. Þorsteinn Guðjónsson, f. 17. júlí 1922, d. 7. október 1922.
5. Marteinn Guðjónsson sjómaður, netagerðarmaður, f. 7. maí 1924 á Dyrhólum, d. 30. maí 2005.
6. Þorsteina Bergrós Guðjónsdóttir, f. 24. júlí 1927, d. 4. desember 1928.
7. Ósk Guðjónsdóttir húsfeyja, f. 5. janúar 1931 á Dyrhólum, d. 17. apríl 2013.

Klara var með foreldrum sínum skamma stund. Hún var tæpra fjögurra ára, er móðir hennar lést. Hún ólst upp með föður sínum og Guðbjörgu stjúpu sinni, var með þeim til æviloka 1935.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.