Ragnhildur Sigríður Guðjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ragnhildur Sigríður Guðjónsdóttir frá Stafholti, húsfreyja á Kaldrananesi í Mýrdal fæddist 28. maí 1915 í Stafholti og lést 5. júní 1990.
Foreldrar hennar voru Guðjón Pétur Valdason útgerðarmaður, skipstjóri, f. 4. nóvember 1893 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 17. ágúst 1989, og fyrri kona hans Margrét Símonardóttir húsfreyja, f. 17. september 1891, d. 30. maí 1920.

Börn Margrétar og Guðjóns:
1. Bergur Elías Guðjónsson útgerðarmaður, verkstjóri, f. 10. júní 1913, d. 7. júní 2003.
2. Ragnhildur Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja á Kaldrananesi í Mýrdal, f. 28. maí 1915, d. 5. júní 1990.
3. Klara Guðjónsdóttir, f. 30. júlí 1916, d. 16. desember 1935.

Börn Guðbjargar og Guðjóns:
4. Þorsteinn Guðjónsson, f. 17. júlí 1922, d. 7. október 1922.
5. Marteinn Guðjónsson sjómaður, netagerðarmaður, f. 7. maí 1924 á Dyrhólum, d. 30. maí 2005.
6. Þorsteina Bergrós Guðjónsdóttir, f. 24. júlí 1927, d. 4. desember 1928.
7. Ósk Guðjónsdóttir húsfeyja, f. 5. janúar 1931 á Dyrhólum, d. 17. apríl 2013.

Ragnhildur var með foreldrum sínum fyrstu fimm ár sín, þá lést móðir hennar. Hún ólst síðan upp hjá föður sínum og Guðbjörgu stjúpmóður sinni á Dyrhólum.
Þau Einar giftu sig 1937, eignuðust fjögur börn. Þau voru bændur í Kaldrananesi í Mýrdal 1938-1946. Þau fluttu til Selfoss 1946 og bjuggu þar til 1948, en í Kálfhaga Sandvíkurhreppi til 1954, í Kaldrananesi 1954-1955 og bændur þar frá 1955. Ragnhildur lést 1990 og Einar 2004.

I. Maður Ragnhildar, (12. júní 1937 í Eyjum), var Einar Sverrisson bóndi, rafvirkjameistari, f. 1. apríl 1913, d. 30. janúar 2004. Foreldrar hans voru Sverrir Ormsson, f. 10. september 1878 á Efri-Lyngum í Meðallandi, V.Skaft., d. 31. janúar 1956, og kona hans Halldóra Einarsdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1879 í Holti í Mýrdal, d. 1. nóvember 1955.
Börn þeirra:
1. Kári Einarsson verkfræðingur, f. 18. júní 1938, d. 17. september 2016. Kona hans, skildu, Sigrún Magnúsdóttir.
2. Guðrún Einarsdóttir húsfreyja á Götum í Mýrdal, f. 15. apríl 1940. Maður hennar Jón Hjaltason.
3. Halldóra Einarsdóttir, f. 21. mars 1942, d. 26. ágúst 2000. Maður hennar Sigurður Sigurðsson dýralæknir á Keldum.
4. Margrét Guðný Einarsdóttir húsfreyja, lengi á Bídudal, f. 9. júní 1943. Fyrrum maður hennar Steinn Jóhannesson. Maður hennar Hjálmar Húnfjörð Einarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.