Margrét Símonardóttir (Stafholti)
Margrét Símonardóttir frá Miðsöndum í Garðasókn, Borg., húsfreyja í Stafholti fæddist 17. september 1891 og lést 30. maí 1920.
Foreldrar hennar voru Símon Pálsson bóndi, lengst á Miðsöndum, f. 13. desember 1841 í Viðey í Kollafirði, d. 10. október 1923, og kona hans Ragnhildur Sigríður Eggertsdóttir frá Eyri í Flókadal, Borg., húsfreyja, f. 26. apríl 1851, d. 26. apríl 1923.
Margrét flutti til Eyja.
Þau Guðjón giftu sig 1913, eignuðust 3 börn. Þau bjuggu í Stafholti við Víðisveg.
Margrét lést 1920 og Guðjón 1989.
I. Maður Margrétar, (1. nóvember 1913), var Guðjón Pétur Valdason útgerðarmaður, skipstjóri, f. 4. nóvember 1893 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 17. ágúst 1989.
Börn þeirra:
1. Bergur Elías Guðjónsson útgerðarmaður, verkstjóri, f. 10. júní 1913, d. 7. júní 2003.
2. Ragnhildur Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja á Kaldrananesi í Mýrdal, f. 28. maí 1915, d. 5. júní 1990.
3. Klara Guðjónsdóttir, f. 30. júlí 1916, d. 16. desember 1935.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.