Ósk Guðjónsdóttir (Dyrhólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ósk Guðjónsdóttir.

Ósk Guðjónsdóttir frá Dyrhólum við Hásteinsveg 15b, húsfreyja fæddist þar 5. janúar 1931 og lést 17. apríl 2013.
Foreldrar hennar voru Guðjón Pétur Valdason útgerðarmaður, skipstjóri, f. 4. nóvember 1893 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 17. ágúst 1989, og síðari kona hans Guðbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1895 í Pétursey í Mýrdal, d. 8. janúar 1991.

Börn Guðbjargar og Guðjóns:
1. Þorsteinn Guðjónsson, f. 17. júlí 1922, d. 7. október 1922.
2. Marteinn Guðjónsson sjómaður, netagerðarmaður, f. 7. maí 1924 á Dyrhólum, d. 30. maí 2005.
3. Þorsteina Bergrós Guðjónsdóttir, f. 24. júlí 1927, d. 4. desember 1928.
4. Ósk Guðjónsdóttir húsfeyja, f. 5. janúar 1931 á Dyrhólum, d. 17. apríl 2013.

Börn Guðjóns og Margrétar Símonardóttur fyrri konu hans:
5. Bergur Elías Guðjónsson útgerðarmaður, verkstjóri, f. 10. júní 1913, d. 7. júní 2003.
6. Ragnhildur Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja á Kaldrananesi í Mýrdal, f. 28. maí 1915, d. 5. júní 1990.
7. Klara Guðjónsdóttir, f. 30. júlí 1916, d. 16. desember 1935.

Ósk var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1948.
Ósk var bústýra í Nykhól í Mýrdal 1958-1959, húsfreyja þar frá 1959.
Þau Hörður giftu sig 1959, eignuðust fimm börn.
Ósk lést 2013 og Hörður 2018.

I. Maður Óskar, (1959), var Hörður Þorsteinsson frá Holti í Mýrdal, bóndi, f. þar 8. október 1920, d. 6. október 2018. Foreldrar hans voru Þorsteinn Einarsson bóndi í Holti og Nykhól, f. 25. september 1880 í Holti, d. 7. janúar 1943, og kona hans Jóhanna Margrét Sæmundsdóttir frá Stóra-Dal í Mýrdal, húsfreyja, f. 16. ágúst 1895, d. 1. júlí 1982.
Börn þeirra:
1. Guðjón Harðarson, f. 3. október 1958. Kona hans Jóhanna Sólrún Jónsdóttir.
2. Jóhanna Þórunn Harðardóttir, f. 13. ágúst 1959. Maður hennar Guðmundur Oddgeirsson.
3. Guðbjörg Klara Harðardóttir, f. 22. júní 1960. Sambúðarmaður hennar Hlynur Björnsson.
4. Sigurlaug Linda Harðardóttir, f. 14. desember 1962. Sambúðarmaður hennar Gunnar Vignir Sveinsson.
5. Steina Guðrún Harðardóttir, f. 9. maí 1965. Barnsfaðir hennar Kolbeinn Ingi Birgisson. Sambúðarmaður hennar Jóhannes Gissurarson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 27. apríl 2013. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.