Haukur Jóhannsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. desember 2021 kl. 17:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. desember 2021 kl. 17:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Haukur Jóhannsson (skipstjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Haukur Jóhannsson.

Haukur Jóhannsson skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 18. nóvember 1932 í Eyjum og lést 18. febrúar 2021.
Foreldrar hans voru Jóhann Sigfússon útgerðarmaður, forstjóri, skipasali, f. 25. nóvember 1905, d. 16. febrúar 1991, og kona hans Ólafía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. maí 1907, d. 22. ágúst 1998.

Börn Ólafar og Jóhanns:
1. Sigríður Anna Lilja Jóhannsdóttir, f. 7. september 1929 í Hofshreppi í Skagafirði, d. 14. september 2019. Maður hennar Pálmi S. Rögnvalsson.
2. Haukur Jóhannsson skipstjóri, f. 18. nóvember 1932, d. 18. febrúar 2021. Kona hans Emma Kristjánsdóttir.
3. Birgir Jóhannsson, f. 5. desember 1938. Kona hans Kolbrún Stella Karlsdóttir.
4. Garðar Jóhannsson, f. 17. ágúst 1943. Kona hans Svanhvít Árnadóttir.

Haukur var með foreldrum sínum í æsku, á Skólavegi 23, á Lundi við Vesturveg 12 og við Sólhlíð 8.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1949, lauk prófum til vélstjóra og skipstjóra.
Haukur varð sjómaður 1947, var skráður vélstjóri 1950, stýrimaður 1953. Hann varð skipstjóri á Gammi VE 57 í febrúar 1955, var skipstjóri á Freyfaxa NK 101, Mars VE 201, Faxa VE 282 og Sjöfn VE 37.
Haukur keypti Faxa VE 282 haustið 1962, en hann brann og sökk 1970. Árið 1972 keypti hann Sjöfn VE 37 og gerði hana út til ársins 1990, fyrst með öðrum en einn frá 1975, og var ætíð skipstjóri á bátum sínum. Eftir 1990 gerði hann út smábat um skeið.
Haukur gegndi trúnaðarstörfum fyrir Skipstjóra- og stýrimannafélafið Verðandi og sat í stjórn fyrirtækja.
Hann var gerður að heiðursfélaga í Verðandi á 75 ára afmæli þess og var heiðraður fyrir vel unnin störf í þágu sjómanna af Sjómannadagsráði Vestmannaeyja.
Þau Emma giftu sig 1954, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Sólhlíð 8, á Suðurvegi 14 við Gosið 1973, en síðast á Áshamri 27.
Haukur lést 2021.

I. Kona Hauks, (31. desember 1954), er Emma Kristjánsdóttir frá Stað, húsfreyja, f. 22. apríl 1936.
Börn þeirra:
1. Kristján Hauksson skipstjóri, f. 15. febrúar 1958. Kona hans Ída Night Ingadóttir.
2. Guðrún Hauksdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1963. Maður hennar Jón Gísli Ólason.
3. Jóhanna Hauksdóttir þroskaþjálfi, f. 20. september 1964.
4. Sigurður Óli Hauksson lögfræðingur, f. 22. apríl 1972. Kona hans Margrét Helgadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 2. mars 2021. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.