Sigríður Anna Lilja Jóhannsdóttir
Sigríður Anna Lilja Jóhannsdóttir húsfreyja fæddist 7. september 1929 í Gröf á Höfðaströnd, í Skagaf. og lést 14. september 2019 á Grund í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jóhann Sigfússon útgerðarmaður, forstjóri, skipasölumaður, f. 25. nóvember 1904 í Akrahreppi í Skagaf., d. 16. febrúar 1991, og kona hans Ólafía Sigurðardóttir frá Núpi u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 19. maí 1907, d. 22. ágúst 1998.
Börn Ólafíu og Jóhanns:
1. Sigríður Anna Lilja Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 7. september 1929 í Hofshreppi í Skagafirði, d. 14. september 2019. Maður hennar Pálmi S. Rögnvaldsson.
2. Haukur Jóhannsson skipstjóri, f. 18. nóvember 1932, d. 18. febrúar 2021. Kona hans Emma Kristjánsdóttir.
3. Birgir Jóhannsson rafvirkjameistari, f. 5. desember 1938. Kona hans Kolbrún Stella Karlsdóttir.
4. Garðar Jóhannsson skrifstofumaður í Reykjavík, f. 17. ágúst 1943. Kona hans Svanhvít Árnadóttir.
Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, í Gröf á Höfðaströnd, fluttist með þeim til Eyja, var með þeim í Helli við Vestmannabraut 13B, í Nýhöfn við Skólaveg 23, á Lundi við Vesturveg 12 og í Sólhlíð 8.
Hún flutti til Reykjavíkur um tvítugt, var verslunarmaður um árabil auk heimilisstarfa. Hún vann lengi í Versluninni Drangey við Laugaveg.
Þau Pálmi giftu sig 1952, eignuðust fjögur börn. Þau voru meðal frumbýlinga í Kópavogi, bjuggu þar meðan heilsa leyfði.
Pálmi lést 2014 og Sigríður 2019.
I. Maður Sigríðar, (1. janúar 1952), var Pálmi Skagfjörð Rögnvaldsson frá Akureyri, rafvirkjameistari, f. þar 12. október 1928, d. 4. janúar 2014. Foreldrar hans voru Rögnvaldur Jónsson bóndi á Torfhóli í Hofshreppi, Skagaf., síðar verkamaður á Akureyri, f. 25. mars 1890 á Torfhóli, d. 13. desember 1938, og kona hans Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir frá Húnsstöðum í Holtshreppi, Skagaf., húsfreyja, f. þar 29. mars 1892, d. 18. nóvember 1989.
Börn þeirra:
1. Óli Jóhann Pálmason rafvirki, f. 8. júlí 1952, d. 2. febrúar 2010. Fyrrum kona hans Birna Lárusdóttir. Fyrrum kona hans Sigurrós Einarsdóttir. Barnsmóðir Heiða Björk Reimarsdóttir. Barnsmóðir hans Þuríður Guðný Ingvarsdóttir.
2. Hrönn Pálmadóttir, f. 14. nóvember 1954. Maður hennar Sævar Guðbjörnsson.
3. Rögnvaldur Pálmason, f. 5. júní 1960. Kona hans Ágústa G. Sigurbjörnsdóttir.
4. Örn Pálmason, f. 11. júní 1962. Kona hans Anna Karen Káradóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 3. október 2019. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.