Helga Hansdóttir (Hvanneyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. nóvember 2021 kl. 19:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. nóvember 2021 kl. 19:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Helga Hansdóttir á Helga Hansdóttir (Hvanneyri))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Helga Hansdóttir frá Fitjakoti á Kjalarnesi, húsfreyja fæddist 27. maí 1904 og lést 27. febrúar 1966.
Foreldrar hennar voru Hans Gíslason bóndi, f. 26. september 1866, d. 26. júlí 1944, og Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. maí 1867, d. 17. september 1939.

Helga var tökubarn í Norðurkoti á Kjalarnesi 1910.
Hún vann við fatasaum hjá Lúther klæðskera í Reykjavík 1930.
Þau Ólafur eignuðust Hans í Reykjavík 1933.
Hún flutti til Eyja, saumaði klæðnað fyrir fólk þar.
Þau Ólafur giftu sig 1937, eignuðust fimm börn, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu á Ásum við Skólaveg 47, síðan á Hvanneyri.
Helga lést 1966 og Ólafur 1988.

I. Maður Helgu, (23. október 1937), var Ólafur Ólafsson sjómaður, skipstjóri á hafnsögubátunum Brimli og Létti|, f. 3. nóvember 1900 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 8. ágúst 1988.
Börn þeirra:
1. Hans Ólafsson vélstjóri, vélvirki í Hafnarfirði, f. 4. október 1933 í Reykjavík, d. 13. maí 1990. Kona hans Ragna Jóhanna Einarsdóttir, látin.
2. Ólafur Ólafsson rennismíðameistari, f. 17. október 1939 á Ásum. Hann bjó í Eyjum og Reykjavík, dvelur nú á Eir. Kona hans Kittý Stefánsdóttir.
3. Guðlaug Ólafsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1942 á Ásum. Maður hennar Steingrímur Sigurðsson, látinn.
4. Andvana drengur, f. 24. desember 1944 á Ásum.
5. Oddný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1949 á Hvanneyri. Hún býr í Ólafsvík. Barnsfaðir hennar Ólafur Benedikt Arnberg. Maður hennar Sigjón Rúnar Gylfi Þórhallsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.