Óskar Björgvinsson (ljósmyndari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. nóvember 2021 kl. 17:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. nóvember 2021 kl. 17:38 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Óskar Björgvinsson.

Óskar Björgvinsson frá Hvoli við Heimagötu 12, ljósmyndari fæddist 5. september 1942 á Hvoli og lést 12. nóvember 2002.
Foreldrar hans voru Björgvin Pálsson verkamaður, verkstjóri, f. 3. júlí 1906, d. 19. maí 1997, og kona hans Gunnhildur Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1904, d. 24. september 1987.

Börn Gunnhildar og Björgvins:
1. Guðmunda Björgvinsdóttir, f. 20. október 1927 í Miðey, d. 12. nóveber 2015. Maður hennar Sigurður Auðunsson,
2. Þórey Guðrún Björgvinsdóttir húsfreyja, f. 9. apríl 1931 á Hvoli. Maður hennar Ólafur Pálsson.
3. Óskar Björgvinsson ljósmyndari, f. 5. september 1942 á Hvoli, d. 12. nóvember 2002. Fyrrum kona hans Magnea Magnúsdóttir. Kona hans Dagbjört Steina Fríðsteinsdóttir.

Óskar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1959, lauk námi í ljósmyndun hjá Sigurði Guðmundssyni 1963.
Óskar hóf rekstur Ljósmyndastofu Óskars 1963, en í Gosinu 1973 vann hann á Ljósmyndastofu Þóris.
Hann hóf aftur ljósmyndun í Eyjum eftir Gos og rak hana til æviloka.
Óskar lék með Lúðrasveitinni og söng í Kirkjukórnum.
Þau Magnea giftu sig 1964, en skildu. Þau eignuðust eitt barn, bjuggu í fyrstu á Hvoli, síðar á Nýjabæjarbraut 11.
Þau Steina giftu sig 1977, eignuðust ekki barn saman. Þau bjuggu við Hrauntún 25.
Óskar lést 2002.

Óskar var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona Óskars, (14. mars 1964, skildu), er Magnea Magnúsdóttir, f. 23. júlí 1944. Foreldrar hennar voru Magnús Helgason, f. 30. september 1923, d. 1. febrúar 1978, og Ása Snæbjörnsdóttir, f. 26. október 1926, d. 14. júní 2019
Barn þeirra:
1. Þráinn Óskarsson húsasmiður í Noregi, f. 17. janúar 1965. Kona hans Kristín Jóna Guðjónsdóttir.

II. Síðari kona Óskars, (13. ágúst 1977), er Dagbjört Steina Fríðsteinsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, leikskólakennari f. 8. júní 1943.
Þau voru barnlaus, en Steina á tvö börn frá fyrra hjónabandi, sem Óskar fóstraði.
Þau eru:
1. Arnar Jónsson stjórnsýslufræðingur í Reykjavík, f. 7. apríl 1966. Kona hans Anna Sif Jónsdóttir.
2. Snorri Jónsson kennari, f. 28. ágúst 1971. Kona hans Anna Ólafsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.