Sigríður Bjarnadóttir (Hoffelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. maí 2021 kl. 17:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. maí 2021 kl. 17:01 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Bjarnadóttir frá Hoffelli, húsfreyja og sjúkranuddari fæddist þar 6. janúar 1921 og lést 25. júní 1990.
Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason formaður á Hoffelli, f. 18. maí 1885, drukknaði við Eiðið 16. desember 1924, og kona hans Jónína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. september 1892 á Parti í Húsavík í N-Múl., dáin 27. desember 1988.

Börn Jónínu og Bjarna:
1. Jóhann Bjarnason hafnarvörður, f. 16. október 1913, d. 6. febrúar 1994, kvæntur Oddnýju Bjarnadóttur forstöðukonu barnaheimilisins að Sóla, f. 23. apríl 1914, d. 29. september 2000.
2. Bjarni Bjarnason hárskeri, f. 12. maí 1916, d. 26. desember 1998, kvæntur Kristínu Einarsdóttur húsfreyju, f. 29. apríl 1914, d. 7. febrúar 1995.
3. Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja og sjúkranuddari, f. 6. janúar 1921, d. 25. júní 1990, gift Eðvaldi Hinrikssyni Mikson íþróttaþjálfara og nuddara, f. 12. júlí 1911, d. 27. desember 1993.
4. Andvana stúlka, f. 6. janúar 1921, tvíburi móti Sigríði.
Barn Jónínu og síðari manns hennar Þórarins Ólasonar:
5. Óli Sigurður Þórarinsson lærður hárskeri, verkamaður, starfsmaður Flugfélagsins, f. 31. maí 1931, d. 19. júní 1989, kvæntur, (skildu), Gyðu Steingrímsdóttur húsfreyju frá Höfðakoti á Skaga í A-Hún., f. 6. júní 1935, d. 4. janúar 2011.
Fósturbarn Jónínu og Þórarins, sonur Sigríðar dóttur Jónínu:
6. Bjarni Þórarinn Jónsson vaktmaður, f. 8. nóvember 1941, d. 28. júlí 2016. Fyrrum kona Bjarna Vilborg Karlsdóttir. Barnsmóðir hans Helga Björgvinsdóttir

Sigríður var með foreldrum sínum tæp fyrstu fjögur ár sín, en þá fórst faðir hennar.
Hún sat tvö ár í Gagnfræðaskólanum. Síðar lærði hún líkamsnudd.
Sigríður vann árum saman í Apótekinu.
Hún var mjög virk í leikfimi og annari íþróttastarfsemi í Eyjum og náði m.a. meistaratitli í hástökki.
Þau Eðvald stofnuðu Nudd- og gufubaðstofuna Saunu 17. september 1962 að Hátúni 8 í Reykjavík og starfræktu hana til 1990.
Sigríður eignaðist barn með Jóni Karli 1941.
Þau Eðvald giftu sig 1949, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hringbraut 91 í Reykjavík, í Bogahlíð 15, Freyjugötu 28, en síðast í Miðtúni 8.
Sigríður lést 1990. Eðvald bjó síðast á Hjallabraut 33 í Hafnarfirði. Hann lést 1993.

I. Barnsfaðir Sigríðar var Jón Karl Sæmundsson frá Gimli, ljósmyndari, f. 18. september 1921, d. 30. júní 1993.
Barn þeirra:
1. Bjarni Þórarinn Jónsson frá Hoffelli, vaktmaður f. 8. nóvember 1941, d. 28. júlí 2016.

II. Maður Sigríðar, (16. júlí 1949), var Eðvald Hinriksson Mikson frá Eistlandi, íþróttaþjálfari, nuddari, f. 12. júlí 1911, d. 27. desember 1993.
Börn þeirra:
1. Jóhannes Hendrik Eðvaldsson knattspyrnumaður, hótelrekandi í Skotlandi, f. 3. september 1950, d. 24. janúar 2021, kvæntur skoskri konu, Cathrene Bradley.
2. Atli Eðvaldsson knattspyrnumaður, knattspyrnuþjálfari, f. 3. mars 1957, d. 2. september 2019. Fyrrum kona hans Steinunn Guðnadóttir.
3. Anna Jónína Eðvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, f. 15. desember 1958. Maður hennar Gísli Ágúst Guðmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.