Jóhannes Eðvaldsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóhannes Eðvaldsson.

Jóhannes Hendrik Eðvaldsson kennari, atvinnuknattspyrnumaður, hótelrekandi fæddist 3. september 1950 í Eyjum og lést 24. janúar 2021 á sjúkrahúsi í Glasgow.
Foreldrar hans voru Eðvald Hinriksson Mikson íþrótta- og sjúkranuddari, f. 12. júlí 1911, d. 27. desember 1993 og kona hans Sigríður Bjarnadóttir frá Hoffelli, húsfreyja, sjúkranuddari, f. 6. janúar 1921, d. 25. júní 1990.

Barn Sigríðar og Jóns Karls Sæmundssonar:
1. Bjarni Þórarinn Jónsson vaktmaður, f. 8. nóvember 1941, d. 28. júlí 2016. Fyrrum kona Vilborg Karlsdóttir. Barnsmóðir Helga Björgvinsdóttir. Kona hans Alda Sigurðardóttir.

Börn Sigríðar og Eðvalds Mikson:
2. Jóhannes Eðvaldsson, f. 3. september 1950, d. 24. janúar 2021.
3. Atli Eðvaldsson íþróttakennari, þjálfari, f. 3. marrs 1957, d. 2. september 2019. Kona hans Steinunn Guðnadóttir.
4. Anna Eðvaldsdóttir ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur, f. 15. desember 1958. Maður hennar Gísli Á. Guðmundsson.

Jóhannes var með foreldrum sínum.
Hann var í lýðháskóla í Noregi, lauk íþróttakennaraprófi í Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni1969.
Jóhannes kenndi íþróttir í Stykkishólmi 1969-1970, síðan kenndi hann við Öldutúnsskólann í Hafnarfirði.
Hann varð atvinnumaður í knattspyrnu í Suður-Afríku í sex mánuði, lék með Val í tvö ár og var fyrirliði þeirra um skeið, valinn í íslenska landsliðið og lék 34 A-landsleiki og var einnig fyrirliði landsliðsins.
Jóhannes lék með danska liðinu Holbæk, með Glasgow Celtic 1975-1980, þá í Tulsa í Oklahoma og lék þar um árabil. Hann lék síðan um skeið í Hannover í Þýskalandi og síðast í Motherwell í Skotlandi.
Hjónin ráku hótel í Inverness í Norður-Skotlandi frá 1985.
Jóhannes var tvíkvæntur.
Í fyrra hjónabandi átti hann eitt barn.
Þau Catherine giftu sig eignuðust þrjú börn.
Jóhannes lést 2021.

I. Fyrri kona Jóhannesar var Mrs. Edvaldsson.
Barn þeirra:
1. Joey (Johannes) Edvaldsson. Sambúðarkona hans Paula Diver.

II. Síðari kona hans er Catherine Bradley Edvaldsson húsfreyja, f. 30. júní 1963.
Börn þeirra:
2. Ellen Sigridur, f. 22. janúar 1993.
3. Anna Elisabeth, f. 12. september 2001.
4. Andrew Atli, f. 8. ágúst 2004.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.