Jóhanna M. Guðjónsdóttir (Hlíðardal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. mars 2021 kl. 14:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. mars 2021 kl. 14:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jóhanna M. Guðjónsdóttir (Hlíðardal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Jóhanna Magnúsína Guðjónsdóttir.

Jóhanna Magnúsína Guðjónsdóttir frá Hlíðardal, húsfreyja fæddist þar 6. september 1923 og lést 9. júní 2018 á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 15. desember 1899 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 8. júlí 1966, og fyrri kona hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja frá Þóroddsstöðum í Grímsnesi, f. 20. september 1892, d. 13. desember 1927.
Stjúpmóðir Jóhönnu og síðari kona Guðjóns var Rannveig Eyjólfsdóttir frá Mið-Grund u. Eyjafjöllum, húsfreyja í Hlíðardal f. 9. september 1896, d. 15. september 1982.

I. Barn Sigurbjargar og Guðjóns Helgasonar bónda í Gröf í Hrunamannahreppi, f. 3. október 1872, d. 11. nóvember 1959 var
1. Guðrún Sigurveig Þórðardóttir, síðar Skowronski, fóstruð í Reykjavík, f. 28. maí 1918 í Reykjavík, d. 21. júní 2013 á Hrafnistu í Reykjavík.
Börn Sigurbjargar og Guðjóns:
2. Jóhanna Magnúsína Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1923 í Hlíðardal, d. 9. júní 2018.
3. Bergþór Guðjónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 28. ágúst 1925 í Hlíðardal, d. 18. nóvember 2007.
4. Andvana stúlka, f. 11. desember 1927 í Hlíðardal.

Börn Guðjóns og síðari konu hans Rannveigar Eyjólfsdóttur:
5. Ásta Sigurbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1929 í Hlíðardal.
Fósturbarn þeirra, dóttir Steindórs bróður Guðjóns:
6. Dóra Steindórsdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, dagmóðir, f. 28. nóvember 1934 í Langa-Hvammi.
Fósturbarn þeirra:
7. Pálína Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, f. 18. júlí 1951 á Hásteinsvegi 7, d. 29. janúar 1984. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Sigurðsson sjómaður, f. 20. maí 1921 á Reynifelli, d. 29. nóvember 1963, og kona hans Jóhanna Bjarnheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. mars 1920 á Mið-Grund u. Eyjafjöllum, d. 20. nóvember 1954.

Jóhanna missti móður sína, er hún var fjögurra ára. Hún var með föður sínum og Rannveigu stjúpmóður sinni, síðari konu hans.
Jóhanna var tvo vetur í Gagnfræðaskólanum.
Hún fluttist til Reykjavíkur, var verslunarmaður.
Þau Guðmundur Pétursson giftu sig 1946, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Vallartröð í Kópavogi. Guðmundur lést 1960.
Þau Guðmundur Ingimundarson giftu sig 1963, eignuðust eitt barn, bjuggu í Sólheimum og Bogahlíð 8 í Reykjavík.
Guðmundur lést 2010 og Jóhanna 2018.

Jóhanna Magnúsína var tvígift.
I. Fyrri maður hennar (1946), var Guðmundur Pétursson sjómaður, vélstjóri frá Reykjarfirði á Ströndum, f. 26. febrúar 1918, d. 16. maí 1960. Foreldrar hans voru Pétur Friðriksson bóndi, f. 18. júní 1887, d. 9. september 1979, og kona hans Sigríður Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. nóvember 1893, d. 30. mars 1984.
Börn þeirra:
1. Sigrún Guðmundsdóttir uppeldifræðingur, prófessor í Þrándheimi Noregi, f. 4. nóvember 1947 í Eyjum, d. 28. júní 2003. Fyrrum maður hennar Jón Steinar Guðmundsson.
2. Elsa Guðmundsdóttir hagfræðingur, þróunarfræðingur, atvinnuráðgjafi, f. 25. september 1956, d. 10. janúar 2019. Sambúðarmaður hennar Björgólfur Thorsteinsson.

II. Síðari maður Jóhönnu, (1963), var Guðmundur Ingimundarson verslunarmaður, f. 26. október 1924, d. 13. júlí 2010. Foreldrar hans voru og Ástríður Gróa Guðmundsdóttir, f. 22. mars 1900, d. 8. febrúar 1994.
Guðmundur ættleiddi dætur Jóhönnu.
Barn þeirra:
3. Guðjón Ingi Guðmundsson verslunarmaður, f. 21. desember 1966.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.