Kapítóla Jónsdóttir (Hlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. mars 2021 kl. 16:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. mars 2021 kl. 16:18 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þuríður Kapítóla Jónsdóttir.
Þuríður Kapítóla Jónsdóttir.

Þuríður Kapítóla Jónsdóttir frá Hlíð, húsfreyja fæddist 16. nóvember 1905 í Dalbæ og lést 4. júlí 1961.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson í Hlíð, útvegsbóndi, rithöfundur, f. 23. október 1878, d. 23. september 1954, og kona hans Þórunn Snorradóttir húsfreyja, f. 20. október 1878, d. 1. ágúst 1947.

Börn Þórunnar og Jóns:
1. Þuríður Kapítóla Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1905, d. 14. júlí 1961.
2. Andvana stúlka, f. 29. maí 1908.
3. Guðjón Hreggviður Jónsson bifvélavirkjameistari, f. 11. ágúst 1909, d. 22. desember 1987.
4. Ásta Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1911 í Hlíð, d. 12. febrúar 1986.
5. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Danmörku, f. 16. október 1912 í Hlíð, d. 16. apríl 2007.
6. Ólafur Magnús Jónsson skipstjóri, f. 10. mars 1915, fórst 9. febrúar 1944.
7. Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Danmörku, f. 20. desember 1916 í Hlíð, d. 7. nóvember 1974.
Fósturbörn hjónanna:
8. Jóhann Vilmundarson frá Hjarðarholti, verkamaður, f. 24. janúar 1921, d. 4. september 1995.
9. Ólafur Guðmundsson frá Eiðum, trésmíðameistari, kennari á Húsavík, f. 26. október 1927, d. 10. ágúst 2007.

Kapítóla var elsta barn foreldra sinna og var með þeim í Dalbæ við fæðingu, síðan í Hlíð til giftingar 1927.
Þau Jón bjuggu í Hlíð í byrjun, voru leigjendur í Uppsölum við Faxastíg 7b 1930 og 1940, en voru í Hlíð 1945. Þau byggðu ásamt Ástu systur Kapítólu og Óskari Jónssyni manni hennar húsið að Sólhlíð 6 og bjuggu þar frá 1946.
Kapítóla vann verkakvennavinnu, m.a. var hún þvottakona við Gagnfræðaskólann um níu ára skeið.
Þau Jón eignuðust ekki börn, en ólu upp Árna frá Eiðum frá fjögurra ára aldri vegna veikinda Árnýjar móður hans, en Jón í Hlíð faðir Kapítólu og Ólöf í Byggðarholti móðir Árnýjar á Eiðum voru systkini.
Kapítóla lést 1961 og Jón 1983.








ctr
Jón Þorleifsson og Þuríður Kapítóla Jónsdóttir.

I. Maður Kapítólu, (17. desember 1927), var Jón Þorleifsson bifreiðastjóri, f. 24. júní 1898 að Efra-Hvoli í Hvolhreppi í Rang., d. 29. mars 1983.
Fósturbarn þeirra:
1. Árni Guðmundsson vélstjóri, síðar í Reykjavík, f. 25. júní 1926, d. 12. nóvember 2000.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.