Jón Þorleifsson (bifreiðastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Þorleifsson í Sólhlíð 6, bifreiðastjóri fæddist 24. júní 1898 á Efra-Hvoli í Hvolhreppi, Rang. og lést 29. mars 1983.
Foreldrar hans voru Þorleifur Nikulásson bóndi á Efra-Hvoli og Miðhúsum í Hvolhreppi, f. 30. ágúst 1863, d. 21. apríl 1940, og kona hans Kristín Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1866, d. 20. ágúst 1959.

Börn Kristínar og Þorleifs- í Eyjum:
1. Sigurlás Þorleifsson á Reynistað, f. 13. ágúst 1893, d. 26. nóvember 1980.
2. Þorvaldína Elín Þorleifsdóttir húsfreyja í Landlyst, f. 17. apríl 1895, d. 10. október 1981.
3. Gróa Þorleifsdóttir húsfreyja í Stafholti, f. 20. október 1896, d. 10. júlí 1991.
4. Jón Þorleifsson bifreiðastjóri, f. 24. júní 1898, d. 29. mars 1983.
5. Sigurgeir Þorleifsson á Sæbergi, f. 12. júlí 1902, d. 24. ágúst 1950.

Jón var með foreldrum sínum í æsku, á Efra-Hvoli í Hvolhreppi 1901, í Miðhúsum þar 1910.
Hann var vinnumaður og átti heimili í Miðhúsum 1920, en var gestkomandi á Kalmanstjörn í Höfnum.
Hann fluttist síðan til Eyja, var vinnumaður í Hlíð 1924.
Þau Kapítóla giftu sig 1927. Þau voru í byrjun í Hlíð, voru þá leigjendur í Uppsölum við Faxastíg 7b, en voru í Hlíð 1945. Þau byggðu ásamt Ástu systur Kapítólu og Óskari Jónssyni manni hennar húsið að Sólhlíð 6 og bjuggu þar frá 1946.
Þau eignuðust ekki börn, en ólu upp Árna frá Eiðum frá fjögurra ára aldri vegna veikinda Árnýjar móður hans, en Jón í Hlíð faðir Kapítólu og Ólöf í Byggðarholti móðir Árnýjar á Eiðum voru systkini.
Kapítóla lést 1961 og Jón 1983.

I. Kona Jóns, (17. desember 1927), var Þuríður Kapítóla Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 16. nóvember 1905 í Dalbæ, d. 4. júlí 1961.
Fósturbarn þeirra:
1. Árni Guðmundsson vélstjóri, síðar í Reykjavík, f. 25. júní 1926, d. 12. nóvember 2000.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.