Þorsteinn Steinsson (vélsmíðameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. janúar 2021 kl. 16:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. janúar 2021 kl. 16:58 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Steinsson frá Bjargarkoti í Fljótshlíð, vélmíðameistari, iðnrekandi, forstjóri fæddist þar 30. júní 1901 og lést 21. október 1982.
Foreldrar hans voru Steinn Magnússon frá Vindási í Hvolhreppi, bóndi, f. 10. febrúar 1864, d. 20. júní 1926, og kona hans Solveig Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1868 á Breiðabólstað í Fljótshlíð, d. 1. júní 1920.

Börn Solveigar og Steins í Eyjum:
1. Þorsteinn Steinsson vélmíðameistari og smiðjurekandi, f. 30. júní 1901, d. 21. október 1982. Kona hans Sigurlaug Guðnadóttir.
2. Guðmundur Steinsson vélsmiður, f. 27. desember 1904, d. 20. nóvember 1993. Kona hans Sigríður Jónatansdóttir.
3. Guðbjörg Steinsdóttir, síðar húsfreyja í Hlíð í Gnúpverjahreppi, Árn., f. 8. apríl 1910, d. 1. apríl 1995. Maður hennar var Lýður Pálsson.

Þorsteinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var haustmaður á Strandarhöfði í V.- Landeyjum 1901, en með lögheimili í Bjargarkoti.
Þorsteinn flutti til Eyja 1922, lærði járnsmíðar, leigði smiðju Thomsens, Thomsenssmiðju við Urðaveg 6 1929 og keypti hana 1933 og rak síðan. Hún var kölluð Steinasmiðja.
Þau Sigurlaug giftu sig 1931, bjuggu á Selalæk við Vesturveg 26 1930, eignuðust þar tvö eldri börn sín, byggðu hús við Ásavegi 14 1933 og bjuggu þar til Goss 1973.
Þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu á Vesturbrún 16.
Sigurlaug lést 1974 og Þorsteinn 1982.

I. Kona Þorsteins, (6. júní 1931), var Sigurlaug Guðnadóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1910, d. 9. október 1974.
Börn þeirra:
1. Unnsteinn Þorsteinsson, f. 3. apríl 1932 á Selalæk við Vesturveg 26. Kona hans Rut Árnadóttir, látin.
2. Guðni Þorsteinsson, f. 26. desember 1933 á Selalæk, Vesturvegi 26, d. 25. janúar 2016. Kona hans Júlíana G. Ragnarsdóttir, látin.
3. Trausti Þorsteinsson, f. 21. apríl 1939 á Ásavegi 14. Kona hans Erla Þorkelsdóttir.
4. Stefanía Solveig Þorsteinsdóttir, f. 25. júní 1949 á Ásavegi 14. Maður hennar Sverrir Baldvinsson.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.