Sigríður Jónatansdóttir (Stórhöfða)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Jónatansdóttir húsfreyja frá Stórhöfða fæddist 6. nóvember 1903 í Garðakoti í Mýrdal og lést 16. mars 1994, síðast búsett á Seltjarnarnesi.
Foreldrar hennar voru Jónatan Jónsson vitavörður í Stórhöfða, f. 3. október 1857, d. 10. apríl 1939, og kona hans Guðfinna Þórðardóttir húsfreyja, f. 4. september 1875, d. 30. nóvember 1959.

Börn Jónatans og Guðfinnu voru:
1. Sigurður Valdimar, f. 3. desember 1897 að Gerðakoti í Mýrdal, d. 4. maí 1956.
2. Guðjón Oktavíus, f. 23. október 1898, d. 10. júní 1900.
3. Gunnar Þórarinn, f. 21. nóvember 1899 að Garðakoti, d. 28. janúar 1999.
4. Sigríður, f. 6. nóvember 1903 að Garðakoti, d. 16. mars 1994.
5. Hjalti Guðmundur, f. 22. febrúar 1910 í Reykjavík, d. 29. október 2004.
Barn Jónatans og Guðrúnar Eiríksdóttur frá Vilborgarstöðum, f. 21. maí 1848, d. 25. nóvember 1927 var
5. Guðný Jónatansdóttir, f. 4. október 1881. Hún fór til Utah með móður sinni 1886.
Barn Jónatans og Helgu Jónsdóttur, síðar húsfreyju á Brekku, f. 4. mars 1864, d. 17. janúar 1946, síðar konu Kristjáns Gunnarssonar:
6. Jónatan Guðni Jónatansson bóndi á Litlu-Heiði í Mýrdal, f. 30. apríl 1894, d. 6. júlí 1987.

Sigríður var með foreldrum sínum í Garðakoti til 1908, í Reykjavík 1908-1910, þá í Stórhöfða. Hún fór til Reykjavíkur 1936, var þar með bræðrum sínum 1939.
Þau Lárus áttu skamma sambúð, skildu.
Hún eignaðist Guðfinnu með Valdimar 1941.
Hún giftist Guðmundi 1947 og bjó með honum á Brekastíg 4 og á Vestri-Löndum við Landagötu 11, en fluttust á Seltjarnarnes um 1960, bjuggu þar á Vegamótum 1. Þau voru barnlaus saman, en Guðmundur ættleiddi Guðfinnu dóttur Sigríðar.
Guðmundur lést 1993 og Sigríður 1994.

I. Fyrri maður Sigríðar var Lárus Georg Árnason bifreiðarstjóri á Búastöðum, f. 11. maí 1896, d. 15. febrúar 1967.
Þau Lárus skildu samvistir eftir stutt hjónaband, barnlaus.

II. Barnsfaðir Sigríðar var Valdimar Tómasson málari, bifreiðastjóri, f. 23. febrúar 1904, d. 15. ágúst 1992.
Barn þeirra:
1. Guðfinna Jónatans Guðmundsdóttir, f. 29. október 1941.

III. síðari maður Sigríðar, (1947), var Guðmundur Steinsson frá Bjargarkoti í Fljótshlíð, vélsmiður, f. 27. desember 1904, d. 20. nóvember 1993.
1. Barn Sigríðar og kjörbarn Guðmundar var Guðfinna Jónatans Guðmundsdóttir, f. 29. október 1941.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.