Unnsteinn Þorsteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Unnsteinn Þorsteinsson.
Rut Árnadóttir.

Unnsteinn Þorsteinsson vélfræðingur fæddist 3. apríl 1932 á Selalæk við Vesturveg 26, d. 31. ágúst 2018.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Steinsson vélsmíðameistari, f. 30. júní 1901, d. 21. október 1982, og kona hans Sigurlaug Guðnadóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1910, d. 9. október 1974.

Börn Sigurlaugar og Þorsteins:
1. Unnsteinn Þorsteinsson, f. 3. apríl 1932 á Selalæk við Vesturveg 26, d. 31. ágúst 2018.
2. Guðni Þorsteinsson, f. 26. desember 1933 á Selalæk, d. 25. janúar 2016.
3. Trausti Þorsteinsson, f. 21. apríl 1939 á Ásavegi 14.
4. Stefanía Sólveig Þorsteinsdóttir, f. 25. júní 1949 á Ásavegi 14.

Unnsteinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1949, nam vélsmíði hjá föður sínum og í Iðnskólanum í Eyjum. Þá lærði hann við Vélskólann í Reykjavík og varð vélfræðingur.
Unnsteinn vann hjá Skipaútgerð Ríkisins starfsævi sína, lengst var hann vélstjóri og yfirvélstjóri á skipum hennar, en að síðustu vann hann við viðhald frysti- og kæligáma fyrirtækisins.
Þau Rut giftu sig 1954, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Reykjavík.

I. Kona Unnsteins, (31. júlí 1954), var Rut Árnadóttir frá Árbakka í Landsveit, Rang, húsfreyja, f. 24. maí 1933 í Snjallsteinshöfðahjáleigu, (nú Árbakki), d. 18. janúar 2020. Foreldrar hennar voru Árni Sæmundsson bóndi á Árbakka í Landsveit og Bala í Þykkvabæ, f. 27. júní 1897 í Lækjarbotnum í Landsveit, d. 17. desember 1990, og kona hans Margrét Loftsdóttir frá Neðraseli í Landsveit, húsfreyja, f. 27. janúar 1899, d. 12. ágúst 1981.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Unnsteinsson skrifstofumaður, býr í Thailandi, f. 12. desember 1951. Fyrrum kona hans Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir. Sambúðarkona hans Esther Agbaoje Aileme.
2. Árni Sæmundur Unnsteinsson sölustjóri, f. 16. október 1958. Kona hans Anna Guðmundsdóttir.
3. Sigurlaug Katrín Unnsteinsdóttir þroskaþjálfi, f. 7. maí 1961. Maður hennar Þorsteinn J. J. Brynjólfsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Blik 1950
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Morgunblaðið 13. september 2018. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.