Svavar Guðnason (sjómaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. janúar 2021 kl. 14:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. janúar 2021 kl. 14:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Svavar Guðnason (sjómaður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Svavar Guðnason.

Svavar Guðnason sjómaður fæddist 9. september 1957 í Reykjavík og lést 31. júlí 2014.
Foreldrar hans voru Guðni Þorsteinsson vélstjóri, útgerðarmaður, f. 16. júlí 1933 á Selalæk við Vesturveg 26, d. 25. janúar 2016, og kona hans Júlíana G. Ragnarsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 25. ágúst 1933 í Stokkseyrarseli á Stokkseyri, d. 16. nóvember 2014.

Börn Júlíönu og Guðna:
1. Helga Guðnadóttir húsfreyja, f. 21. mars 1954, d. 28. júní 2014. Hún var kjörbarn Guðna. Maður hennar Bjarni Rögnvaldsson, látinn.
2. Svavar Guðnason sjómaður, f. 9. september 1957, d. 31. júlí 2014. Barnsmæður hans Anna Rósa Traustadóttir og Elsa Guðbjörg Jónsdóttir.

Svavar var með foreldrum sínum í æsku, bjó með þeim í Reykjavík og síðan í Eyjum til Goss, á Breiðabliki, í Holti, í Blokkinni við Hásteinsveg og síðast á Heiðarvegi 27.
Hann varð sjómaður, flutti til Reykjavíkur og bjó hjá foreldrum sínum í Keilufelli í fyrstu.
Þau Anna Rósa voru í sambúð, eignuðust eitt barn, en slitu sambúð.
Þau Elsa Guðbjörg giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Svavar lést 2014.

I. Sambúðarkona Svavars, (slitu), er Anna Rósa Traustadóttir, f. 15. ágúst 1958.
Foreldrar hennar voru Trausti Runólfsson bóndi á Berustöðum í Ásahreppi, síðar kaupmaður á Rauðalæk í Holtum, Rang., f. 28. júní 1933 á Berustöðum, d. 31. október 2018, og kona hans Dýrfinna Guðmundsdóttir frá Uxahrygg á Rangárvöllum, húsfreyja, f. 18. maí 1938.
Barn þeirra:
1. Magnea Karen Svavarsdóttir verslunarmaður, starfsmaður á elliheimili, f. 1. desember 1981. Maður hennar Sævar Örn Sæmundsson.

II. Kona Svavars, (skildu), var Elsa Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1964, d. 23. maí 2008. Foreldrar hennar Jón Valgeir Eyjólfsson vinnuvélastjóri , f. 12. febrúar 1932, d. 1. mars 2016, og Steina Hlín Aðalsteinsdóttir skólaliði, f. 1. mars 1937.
Börn þeirra:
2. Daníel Örn Svavarsson framreiðslumaður, f. 26. febrúar 1989. Sambúðarkona hans Hrafnhildur Rósa Guðmundsdóttir.
3. Helga Vala Svavarsdóttir, f. 25. mars 2000.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 13. ágúst 2014. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.