Óskar Sigurðsson (Hvassafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. september 2020 kl. 14:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. september 2020 kl. 14:10 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Óskar Sigurðsson.

Óskar Sigurðsson frá Bólstað, endurskoðandi fæddist þar 1. júní 1910 og lést 4. júní 1969.
Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson formaður, útgerðarmaður, smiður, f. 15. október 1859, d. 2. september 1940, og kona hans Auðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1886, d. 9. október 1968.

Barn Sigurðar með Guðrúnu Jónasdóttur.
1. Þorgerður Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja á Stað við Helgafellsbraut, f. 5. maí 1895, d. 16. mars 1969.
Börn Auðbjargar og Sigurðar:
2. Óskar Sigurðsson endurskoðandi, f. 1. júní 1910 á Bólstað, d. 4. júní 1969.
3. Lilja Sigurðardóttir húsfreyja á Eyrarbakka, f. 26. mars 1919 á Bólstað, d. 22. nóvember 1999.
4. Bára Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. desember 1925 á Bólstað, d. 14. apríl 2015.

Óskar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk prófi í Verslunarskóla Íslands 1929, framhaldsnámi í Þýskalandi.
Óskar rak umboðs- og heildverslun í Eyjum í tengslum við H. Benediktsson & Co í Reykjavík og þeir Óskar Bjarnasen reistu húsið Óskastein við Formannabraut 4 fyrir starfsemina, nefnt Kuði af almenningi.
Óskar gerðist meðeigandi Haraldar Eiríkssonar að verslun hans og starfaði þar.
Þá öðlaðist Óskar löggildingu í endurskoðun 1945 og tók að sér bókhald og endurskoðun fjölda fyrirtækja. Þannig hélt hann bókhald og varð forstjóri Vinnslustöðvarinnar og skrifstofustjóri Fiskimjölsverksmiðjunnar og vann fyrir Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna og Smið hf.
Óskar var einnig í útgerð og átti síðast ásamt fleiri Huginn II. VE 55.
Þau Soffía giftu sig 1942, eignuðust fjögur börn, en fyrsta barn þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í fyrstu í Bólstað, voru komin að Hvassafelli 1945. Þau byggðu húsið við Helgafellsbraut 31 1957 og bjuggu þar síðan meðan báðum entist líf.
Óskar lést 1969 og Soffía 1985.

I. Kona Óskars, (28. nóvember 1942), var Soffía Zophoníasdóttir frá Stórubýlu í Innri-Akraneshreppi, f. 6. desember 1919 í Gröf í Skilmannahreppi í Borg., d. 5. ágúst 1985.
Börn þeirra:
1. Andvana stúlka, f. 11. júní 1943.
2. Sigurður Óskarsson húsasmiður, kafari, f. 24. maí 1944 á Bólstað.
3. Friðrik Ingi Óskarsson skrifstofumaður, f. 16. febrúar 1948 á Hvassafelli.
4. Kolbrún Ósk Óskarsdóttir ritari, f. 29. september 1950. Maður hennar Sigmar Þór Sveinbjörnsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.