Gunnhildur Bjarnadóttir (Breiðholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. nóvember 2019 kl. 13:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. nóvember 2019 kl. 13:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Gunnhildur Bjarnadóttir (Breiðholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gunnhildur Bjarnadóttir.

Gunnhildur Bjarnadóttir frá Breiðholti, húsfreyja, ritari fæddist 4. apríl 1935 í Stakkholti og lést 15. febrúar 2017 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason frá Efri-Hömrum í Ásahreppi, skútusjómaður, verkamaður, sýsluskrifari, sáttanefndarmaður, dýralæknir, f. 12. nóvember 1903, d. 9. apríl 1993, og kona hans Sigurbjörg Einarsdóttir frá Búðarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 27. apríl 1910, d. 1. september 1987.

Börn Sigurbjargar og Bjarna:
1. Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir handíðakennari, forstöðukona, f. 19. febrúar 1931, d. 1. október 2016.
2. Einars Valur Bjarnason læknir, f. 25. mars 1932, d. 5. september 2014.
3. Gunnhildur Bjarnadóttir húsfreyja, skólaritari f. 4. apríl 1935, d. 15. febrúar 2017.

Gunnhildur var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Skógaskóla, var við nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Gunnhildur vann verslunarstörf, en var lengst skólaritari við Barnaskólann.
Þau Eiríkur giftu sig 1959, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í fyrstu í Breiðholti, byggðu hús á Strembugötu 14 og bjuggu þar meðan báðum entist líf, en Eiríkur lést 1987.
Gunnhildur bjó að síðust í Hraunbúðum og lést 2017.

I. Maður Gunnhildar, (17. júní 1959), var Eiríkur Ágúst Guðnason frá Vegamótum, skólastjóri, f. 28. mars 1933, d. 26. júní 1987.
Barn þeirra:
1. Anna Guðný Eiríksdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, f. 11. desember 1957. Maður hennar Egill Jónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.