Hanna Guðrún Halldórsdóttir
Hanna Guðrún Halldórsdóttir frá Pétursey, húsfreyja, stofnandi og forstöðukona fjölskylduheimilisins á Kumbaravogi fæddist 28. september 1931 í Pétursey og lést 24. mars 1992.
Foreldrar hennar voru Friðrik Halldór Magnússon frá Grundarbrekku, yfirverkstjóri, f. 15. apríl 1904 í Nýjabæ, d. 16. janúar 1978, og kona hans Jónína Ingibjörg Gísladóttir frá Þorgrímsstöðum í Ölfusi, húsfreyja í Pétursey, f. 2. maí 1905, d. 24. nóvember 1970.
Börn Jónínu Ingibjargar og Halldórs:
1. Engilbert Halldórsson netagerðarmeistari, f. 16. maí 1930 í Hjálmholti, d. 16. janúar 2013. Kona hans er Þuríður Selma Guðjónsdóttir.
2. Hanna Guðrún Halldórsdóttir húsfreyja á Stokkseyri, forstöðukona, f. 28. september 1931 í Pétursey, d. 24. mars 1992. Maður hennar Kristján Friðbergsson.
3. Elín Halldórsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 10. desember 1941 í Pétursey, á Ásavegi 12 1972. Maður hennar Magnús Jónsson.
Barn Jónínu Ingibjargar og fósturbarn Halldórs:
4. Ingibjörg Haraldsdóttir húsfreyja í Pétursey og á Faxastíg 2b, f. 2. júlí 1925 í Stakkholti, d. 20. apríl 2010.
Hanna var með foreldrum sínum í æsku. Hún gekk í Hlíðardalsskóla í Ölfusi 16 ára.
Þau Kristján giftu sig 1953, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Reykjavík, en fluttust til Eyja og bjuggu þar 1954-1959, þá í Hlíðardalsskóla 1951-1961.
Þau dvöldu í Kaupmannahöfn 1961-1963, þar sem Kristján sótti nám í félagsfræði.
Þá bjuggu þau í Reykjavík í eitt ár, en fluttust að Stokkseyri og stofnsettu og ráku fjölskylduheimili í Kumbaravogi fyrir börn, sem gátu ekki vegna félagslegra aðstæðna dvalið með foreldrum sínum.
Árið 1975 stofnsettu þau dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða.
Fyrir utan reksturinn á Kumbaravogi stofnuðu Hanna og Kristján dvalarheimilið Fell í Skipholti 21 í Reykjavík. Þá ráku hjónin innflutnings- og framleiðslufyrirtækið Baldur sf. frá 1970.
Hanna Guðrún lést 1992 og Kristján Guðmundur 2016.
I. Maður Hönnu Guðrúnar, (desember 1953), var Kristján Guðmundur Friðbergsson forstöðumaður, f. 5. júní 1930, d. 4. ágúst 2016.
Börn þeirra:
1. Guðni Kristjánsson framkvæmdastjóri Kumbaravogs, f. 5. september 1953. Kona hans Kirsten E. Larsen.
2. Halldór Kristjánsson bankastjóri, f. 13. janúar 1955. Kona hans Karólína F. Söebech.
3. Fjöldi fósturbarna, sem litu á hjónin sem foreldra sína.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 3. apríl 1992. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.