Viðar Jónsson (Árbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. september 2019 kl. 17:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. september 2019 kl. 17:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Viðar Jónsson (Árbæ)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Viðar Jónsson.

Viðar Jónsson frá Árbæ, sjómaður, starfsmaður Nytjamarkaðar ABC Barnahjálpar fæddist 15. apríl 1960 og lést 13. nóvember 2014.
Foreldrar hans voru Jón Tómas Markússon sjómaður, vélstjóri, f. 30. nóvember 1915 á Sæbóli í Aðalvík, N-Ís, d. 13. júní 1989, og kona hans Kjartanía Vilborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1922 á Bergstöðum, d. 16. september 2015.

Börn Kjartaníu og Jóns:
1. Vilhjálmur Már Jónsson kennari, skólastjóri, f. 16. apríl 1943 á Sæbergi. Kona hans var Jóna Ólafsdóttir.
2. Herborg Jónsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, sjúkrahússstarfsmaður, f. 4. desember 1944 á Sæbergi. Maður hennar, skildu, var Jóhannes Haraldsson.
3. Elínborg Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, fiskimatsmaður, f. 9. nóvember 1950 á Hásteinsvegi 7, d. 28. maí 2016. Maður hennar var Bragi Jónsson frá Ísafirði, f. 15. desember 1947, d. 28. maí 2003.
4. Tómas Kristján Jónsson sjómaður og beitningamaður í Grundarfirði, f. 10. janúar 1952 á Gunnarshólma. Ókv.
5. Hörður Jónsson útgerðarmaður í Grundarfirði, býr í Þýskalandi, f. 28. nóvember 1958. Kona hans er Arnhildur Þórhallsdóttir.
6. Viðar Jónsson sjómaður, starfsmaður ABC-barnahjálparinnar, f. 15. apríl 1960, d. 13. nóvember 2014. Kona hans Kristín Sóley Kristinsdóttir.

Viðar var með foreldrum sínum í æsku og fluttist með þeim úr Eyjum við Gos.
Hann bjó í Hafnarfirði, stundaði þar sjómennsku og tengd störf. Einnig vann hann slík störf í Ólafsvík, á Patreksfirði, í Þorlákshöfn og á Suðurnesjum.
Að síðustu vann hann við Nytjamarkað ABC-barnahjálpar.
Þau Kristín Sóley giftu sig 2014.
Viðar lést 2014.

I. Kona Viðars, (14. febrúar 2014), er Kristín Sóley Kristinsdóttir, f. 11. ágúst 1963. Foreldrar hennar Kristinn Sigurjón Óskarsson, f. 2. mars 1941, d. 5. janúar 2017, og Sigurjóna Guðnadóttir, f. 6. ágúst 1945.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.