Sigríður Bjarnadóttir (Vallanesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. ágúst 2019 kl. 14:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. ágúst 2019 kl. 14:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigríður Bjarnadóttir (Vallanesi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir frás Gerðisstekk í Norðfirði, húsfreyja í Vallanesi fæddist 12. nóvember 1916 og lést 10. september 1972.
Foreldrar hennar voru Bjarni Sigfússon frá Barðsnesi, bóndi og útgerðarmaður, f. 27. febrúar 1876, d. 29. maí 1941, og kona hans Halldóra Jónsdóttir frá Gerðisstekk í Norðfirði, húsfreyja, f. 9. júlí 1891, d. 7. janúar 1970.

Börn Halldóru og Bjarna í Eyjum:
1. Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja í Vallanesi, f. 12. nóvember 1916, d. 10. september 1972.
2. Guðfinna Bjarnadóttir húsfreyja, f. 19. janúar 1918, d. 1. ágúst 2008.
3. Ragnar Kristinn Bjarnason vélstjóri, f. 9. apríl 1924, d. 26. mars 1991.
4. Óskar Bjarnason sjómaður, f. 3. maí 1931.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fluttist til Eyja um miðjan fjórða áratuginn. Þau Baldur hófu búskap í Vallanesi og bjuggu þar síðan meðan bæði lifðu, eignuðust fjögur börn.
Vilhelmína Sigríður lést 1972 og Jón Baldur 2002.

I. Maður Vilhelmínu Sigríðar var Jón Baldur Sigurðsson smiður, verkamaður, f. 27. desember 1913 á Lögbergi, d. 27. apríl 2002. Börn þeirra:
1. Birkir Baldursson, f. 27. ágúst 1936.
2. Guðný Sigríður Baldursdóttir, f. 31. janúar 1940.
3. Bjarni Halldór Baldursson bifvélavirkjameistari í Eyjum, f. 3. mars 1943, d. 25. nóvember 2017.
4. Guðbjörg Ósk Baldursdóttir, f. 16. nóvember 1955.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.