Óskar Bjarnason (sjómaður)
Óskar Bjarnason frá Gerðisstekk í Norðfirði, verkamaður, sjómaður á Austurvegi 18, síðar í Reykjavík fæddist 3. maí 1931.
Foreldrar hans voru Bjarni Sigfússon frá Barðsnesi, bóndi og útgerðarmaður, f. 27. febrúar 1876, d. 29. maí 1941, og kona hans Halldóra Jónsdóttir frá Gerðisstekk í Norðfirði, húsfreyja, f. 9. júlí 1891, d. 7. janúar 1970.
Börn Halldóru og Bjarna í Eyjum:
1. Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja í Vallanesi, f. 12. nóvember 1916, d. 10. september 1972.
2. Guðfinna Bjarnadóttir húsfreyja, f. 19. janúar 1918, d. 1. ágúst 2008.
3. Ragnar Kristinn Bjarnason vélstjóri, f. 9. apríl 1924, d. 26. mars 1991.
4. Óskar Bjarnason sjómaður, f. 3. maí 1931.
Óskar var með foreldrum sínum í æsku en faðir hans lést er Óskar var nýorðin tíu ára. Hann var hjá Guðfinnu systur sinni í Eyjum þrjá vetur á skólaaldri og fermdist hjá henni 1945.
Óskar stundaði verkamannavinnu og sjómennsku, fór til Noregs, var þar í siglingum. Hann fluttist til Kanada, dvaldi þar í eitt ár.
Þau Sigurrós eignuðust Birnu í Reykjavík, bjuggu í Eyjum, eignuðust þar Höllu Margréti, en fluttu til Reykjavíkur 1960, eignuðust Magnús Ólaf þar, en skildu.
Síðari kona Óskars er Anna Bjarnadóttir. Þau búa á Barðastöðum 9.
I. Fyrri kona Óskars er Sigurrós Ottósdóttir húsfreyja, f. 7. febrúar 1933. Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Kristján Ottó Þorvaldsson, f. 29. október 1903, d. 10. júlí 1992, og Magnea Símonardóttir, f. 16. nóvember 1905, d. 8. mars 1990.
Börn þeirra:
1. Birna Elísabet Óskarsdóttir, f. 1. maí 1955. Maður hennar er Þór Sigurðsson.
2. Halla Margrét Óskarsdóttir, f. 1. september 1959. Barnsfaðir hennar Björn Fitzgerald.
3. Magnús Ólafur Óskarsson, f. 12. nóvember 1964 í Reykjavík. Kona hans Elín Jóna Gunnarsdóttir.
II. Síðari kona Óskars er Anna Bjarnadóttir húsfreyja, stöðvarstjóri Pósts og síma.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.