Baldur Sigurðsson (Vallanesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Baldur Sigurðsson frá Lögbergi, sjómaður, verkamaður í Vallanesi fæddist 27. desember 1913 á Lögbergi og lést 27. apríl 2002.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson vélstjóri, smiður, f. 27. júlí 1883, d. 25. janúar 1961, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. nóvember 1883, d. 2. ágúst 1923.

Börn Sigríðar og Sigurðar:
1. Hrefna Sigurðardóttir, f. 1. nóvember 1906, d. 10. maí 2006.
2. Ásta Sigurðardóttir, f. 9. júní 1910, d. 24. apríl 2001.
3. Svala Sigurðardóttir, f. 14. október 1911 á Lögbergi, d. 13. febrúar 2000.
4. Jón Baldur Sigurðsson, f. 27. desember 1913 á Lögbergi, d. 27. apríl 2002.
5. Eva Sigurðardóttir, f. 19. mars 1915, d. 2. febrúar 1975.
6. Unnur Sigurðardóttir, f. 15. mars 1916 á Lögbergi, d. 13. maí 2015.

Baldur var með foreldrum sínum í bernsku, en móðir hans lést er hann var á tíunda árinu. Faðir hans var sjúklingur á Vífilsstöðum 1920.
Hann var með föður sínum og systrum á Lögbergi 1930 og 1934, búandi sjómaður í Vallanesi 1940 með bústýrunni Vilhelmínu Sigríði og tveim börnum þeirra. Þar var einnig Sigurður húsasmiður faðir Baldurs.
Baldur vann síðar við smíðar hjá Einari Sæmundssyni.
Þau Sigríður eignuðust fjögur börn, bjuggu allan búskap sinn í Vallanesi.
Vilhelmína Sigríður lést 1972. Baldur bjó síðar á Brimhólabraut 15. Hann lést 2002.

I. Kona Baldurs var Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir frá Gerðisstekk í Norðfirði, húsfreyja, f. 12. nóvember 1916, d. 10. september 1972.
Börn þeirra:
1. Birkir Baldursson, f. 27. ágúst 1936.
2. Guðný Sigríður Baldursdóttir, f. 31. janúar 1940.
3. Bjarni Halldór Baldursson bifvélavirkjameistari í Eyjum, f. 3. mars 1943, d. 25. nóvember 2017.
4. Guðbjörg Ósk Baldursdóttir, f. 16. nóvember 1955.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.