Birkir Baldursson (Vallanesi)
Birkir Baldursson frá Vallanesi, húsasmíðameistari fæddist 27. ágúst 1936.
Foreldrar hans voru Jón Baldur Sigurðsson sjómaður, smiður, verkamaður, f. 27. desember 1913, d. 27. apríl 2002, og kona hans Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1916, d. 10. september 1972.
Börn Sigríðar og Baldurs:
1. Birkir Baldursson, f. 27. ágúst 1936.
2. Guðný Sigríður Baldursdóttir, f. 31. janúar 1940.
3. Bjarni Halldór Baldursson bifvélavirkjameistari í Eyjum, f. 3. mars 1943, d. 25. nóvember 2017.
4. Guðbjörg Ósk Baldursdóttir, f. 16. nóvember 1955.
Birkir var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam húsasmíði í Smið hf. 1955-1959, varð meistari í greininni. Þeir Garðar Björgvinsson ráku fyrirtækið Tréverk.
Þau Þórða giftu sig 1970, eignuðust tvö börn, en fyrir átti hún eitt barn. Þau bjuggu á Brimhólabraut 15 við Gos. Þau fluttust til Hafnarfjarðar og síðan á Selfoss og búa á Fossheiði 24.
I. Kona Birkis, (10. maí 1970), er Þórða Berg Óskarsdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1941 á Bergi.
Börn þeirra:
1. Bjarni Ólafur Birkisson rekstrarfræðingur, vinnur hjá TM á Reyðarfirði, f. 19. ágúst 1968. Kona hans er Gunnþórunn Heidenreich.
2. Ásta Sigríður Birkisdóttir húsfreyja, dagmóðir á Selfossi, f. 11. október 1971. Maður hennar er Aðalsteinn Júlíusson.
Barn Þórðu og fósturbarn Birkis er
3. Óskar Eyberg Aðalsteinsson bifvélavirki í Reykjavík, f. 13. desember 1961. Kona hans er Margrét Árdís Sigvaldadóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Þórða.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.