Halldóra Jónsdóttir (Gerðisstekk)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Halldóra Jónsdóttir frá Gerðisstekk í Norðfirði, húsfreyja fæddist 9. júlí 1891 í Barðsnesgerði í Norðfirði og lést 7. janúar 1970.
Foreldrar hennar voru Jón Vilhjálmsson bóndi, f. 20. febrúar 1856, d. 2. desember 1929, og síðari kona hans Sigríður Marteinsdóttir húsfreyja, f. um 1849, d. 6. mars 1929.

Halldóra var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Bjarni giftu sig 1915, eignuðust ellefu börn. Þau bjuggu í Barðsnesgerði.
Bjarni lést 1941. Halldóra fluttist til Guðfinnu dóttur sinnar um 1951 og dvaldi hjá henni til dánardægurs 1970, jarðsett í Neskaupstað.

I. Maður Halldóru, (15. apríl 1915), var Bjarni Sigfússon bóndi, f. 27. febrúar 1886 á Barðsnesi, d. 26. september 1941.
Börn Halldóru og Bjarna í Eyjum:
1. Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja í Vallanesi, f. 12. nóvember 1916, d. 10. september 1972.
2. Guðfinna Bjarnadóttir húsfreyja á Austurvegi 18, f. 19. janúar 1918, d. 1. ágúst 2008.
3. Ragnar Kristinn Bjarnason vélstjóri, f. 9. apríl 1924, d. 26. mars 1991.
4. Óskar Bjarnason sjómaður, f. 3. maí 1931.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.