Blik 1971/Gamlar myndir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. júlí 2019 kl. 09:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. júlí 2019 kl. 09:52 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1971



Gamlar myndir


ctr


Ein fyrsta skipshöfnin á „Vestmannaeyja-Þór“.
Fremsta röð frá vinstri: 1. Jón ; 2. vélstjóri; 2. Guðbjartur Guðbjartsson, 1. vélstjóri; 3. Jóhann P. Jónsson, skipherra; 4. Friðrik V. Ólafsson, 1, stýrimaður; 5. Einar M. Einarsson, 2. stýrimaður; 6. Lundquist „kanoner“ (Hann kenndi að nota fallbyssuna).
Miðröð frá vinstri: 1. Jón Jónsson, léttadrengur, nú skipherra; 2. Helgi kyndari; 3. Páll Guðbjartsson, kyndari; 4. Edvard Friðriksen, bryti; 5. Skúli Magnússon, loftskeytamaður.
Aftasta röð frá vinstri: 1. Sigurður Bogason, háseti, síðast skrifstofustjóri Vestmannaeyjakaupstaðar (heimildarmaður að skýringunni á myndinni); 2. Þórður Magnússon, háseti; 3. Þórarinn Björnsson, bátsmaður, síðar skipherra; 4. Þorvarður Gíslason, háseti, síðar skipherra; 5. Magnús, háseti.
Mynd þessi var tekin á Akureyri sumarið 1924, en það sumar var fallbyssan sett á Þór, áður en farið var norður til eftirltits með síldarflotanum.




Eitt af bæjarhúsunum á Kirkjubæ um og eftir aldamótin.
Bæjarhús þetta var kallað Ólafsbær og kennt við Ólaf Magnússon, hinn mikla smið og útvegsbónda í London. Hann var faðir frú Elsu Ólafsdóttur, konu Lárusar Halldórssonar. Þau hjón erfðu bæjarhús þetta og seldu Jóni Valtýssyni, er hann gerðist bóndi á Kirkjubæ. Það var 1920. Þá hófu þau hjón, Jón og Guðrún, búskap sinn í þessum bæ, en byggðu svo síðar hið myndarlega íbúðarhús á stæði þessa bæjar.








VESTMANNEYÍSKAR BLÓMARÓSIR
Frá vinstri: 1. (Vantar nafn) , 2. Svanhvít Friðriksdóttir, 3. Sigrún Ólafsdóttir, 4. Sigríður Gísladóttir, 5, Bergþóra Þórðardóttir, 6. Alda Jónsdóttir, 7. Geirlaug Jónsdóttir, 8. Marta Böðvarsdóttir, 9. Jóna Ólafsdóttir, 10. Halldóra Helgadóttir.










KNATTSPYRNULIÐ ÞÓRS Í EYJUM
Aftasta röð frá vinstri: 1. Ármann Friðriksson, Látrum, 2. Guðlaugur Gíslason, Eyjahólum, 3. Georg Gíslason frá Stakkagerði, 4. Frímann Helgason frá Vík í Mýrdal, 5. Jóhannes Gíslason, Eyjahólum, 6. Lárus Ársælsson frá Fögrubrekku.
Miðröð frá vinstri: 1. Ólafur Sigurðsson frá Skuld, 2. Ásmundur Steinsson, Ingólfshvoli, 3. Jón Ólafsson frá Garðhúsum.
Fremsta röð frá vinstri: Hafsteinn Snorrason frá Hlíðarenda og Bergsteinn Jónasson frá Múla. – Öll heimilin eru þekkt í Eyjum.



Byggðarsafn Vestmannaeyja
Myndin er af fjárréttinni, sem um aldir var á Eiðinu í Eyjum og kölluð „Almenningurinn“. Nokkur hundruð fjár gengu til beitar á Heimaey árlega frá upphafi byggðar þar. Líkan af fjárrétt þessari gerði Kristinn Ástgeirsson fyrir nokkrum árum, og lögðu þeir þar til ráð og vit með Kristni Eyjólfur Gíslason og Guðjón Scheving. Þeir höfðu allir dregið fé í réttinni á uppvaxtarárum sínum hér í Eyjum. Vestmannaeyingafélagið Heimaklettur gaf Byggðarsafninu líkan þetta. Það var vissulega vel hugsað og drengilega gjört. Sérlegur og sögulegur gripur.




Byggðarsafn Vestmannaeyja
Myndin er af nafnskilti vélbátsins ,,Hannes lóðs“, sem Jóhann Pálsson, skipstjóri, átti og aflaði á, svo að umtal vakti. Skipstjórinn aldraði gaf Byggðarsafninu skilti þetta á sínum tíma. Þökk sé honum og öllum þeim, sem auðga safnið með góðum og sögulegum minjum.
Líkanið af „Vestmannaeyjaskipinu“ smíðaði Ólafur heitinn Ástgeirsson frá Litlabæ í Eyjum. Líkanið er gjöf frá Lifrarsamlagi Vestmannaeyja til Byggðarsafnsins.




HANDKNATTLEIKSLIÐ ÞÓRS Frá vinstri: 1. Lilja Guðmundsdóttir frá Heiðardal, 2. Lilja Finnbogadóttir frá Vallartúni, 3. Petronella Ársælsdóttir frá Fögrubrekku, 4. Stella Eyvindardóttir frá Valhöll, 5. Sigríður Auðunsdóttir frá Hlaðbæ, 6. Elísabet Linnet frá Tindastóli, 7. Matthildur Jónsdóttir frá Bjarma, 8. Bergþóra Jónsdóttir frá Dal, 9. Rakel Káradóttir frá Presthúsum, 10. Björg Sigurjónsdóttir frá Víðidal, 11. Helga Árnadóttir frá Burstafelli.
Öll heimilin kunn hér í Eyjum.






VESTMANNEYÍSKAR BLÓMARÓSIR
Frá vinstri: 1. Rebekka Guðjónsdóttir frá Skaftafelli, 2. Pálína Pálsdóttir frá Sandfelli, 3. Guðbjörg Sigurjónsdóttir frá Víðidal, 4. Gunnþóra Kristmundsdóttir frá Kalmannstjörn, 5. Sigurlína Eyvindardóttir frá Valhöll, 6. Steinunn Ólafsdóttir frá Bjargi, 7. Guðbjörg Þorsteinsdóttir frá Hjálmholti, 8. Guðlín Guðjónsdóttir frá Framnesi.
Öll heimilin eru kunn í Eyjum.








Rúning í Bjarnarey vorið 1935. Lundinn býr sig undir „sumarstarfið“.
Enskur fuglafræðingur tók myndina.