Svanhvít Þorgrímsdóttir (Húsadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. desember 2018 kl. 17:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. desember 2018 kl. 17:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Svanhvít Þorgrímsdóttir (Húsadal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Svanhvít Þorgrímsdóttir frá Húsadal, húsfreyja, iðnverkakona fæddist 21. september 1930 og lést 1. október 1989.
Foreldrar hennar voru Ágúst Þorgrímur Guðmundsson verkamaður, sjómaður í Húsadal, síðar í Bræðraborg, f. 16. ágúst 1892 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 6. febrúar 1966, og kona hans Guðný Pálsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1891 að Hlíðarenda í Fljótshlíð, d. 19. júlí 1959.

Börn Guðnýjar og Þorgríms:
1. Alfreð Bachmann Þorgrímsson vélstjóri, afgreiðslumaður, f. 23. nóvember 1914 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 25. ágúst 1978.
2. Laufey Þorgrímsdóttir í Kópavogi, f. 17. október 1915, d. 15. júlí 1981. Maður hennar var Sigurður Hermann Agnar Jónsson, f. 2. nóvember 1905, d. 31. maí 1975.
3. Sigurður Ágústsson bóndi í Borgarkoti á Skeiðum, f. 22. september 1916 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 13. janúar 1988.
4. Margrét Ágústa Ágústsdóttir ráðskona í Reykjavík, f. 14. nóvember 1918 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 11. júlí 2008.
5. Þuríður Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. nóvember 1920 á Ormsvelli, Hvolhreppi, d. 22. desember 1992.
6. Sigríður Þorgrímsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 29. október 1921 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 3. maí 1993. Maður hennar var Sölvi Ólafsson.
7. Hulda Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. október 1922 á Sólbrekku, d. 20. júlí 1984.
8. Valgerður Oddný Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. apríl 1924 í Húsadal, d. 7. júlí 2012.
9. Andvana drengur, f. 26. mars 1926 í Húsadal.
10. Einar Ágústsson bifreiðastjóri, f. 13. apríl 1927 í Húsadal, d. 18. september 1984.
11. Sveinbjörg Þorgrímsdóttir verkakona, f. 28. júní 1929 í Húsadal, d. 20. ágúst 1949.
12. Svanhvít Þorgrímsdóttir húsfreyja í Reykjavík, borgarstarfsmaður, f. 21. september 1930 í Húsadal, d. 1. október 1989.
13. Andvana stúlka, f. 7. nóvember 1933 í Húsadal.
14. Hallgrímur Þorgrímsson bifreiðastjóri, strætisvagnastjóri í Reykjavík, f. 26. desember 1936 í Húsadal, d. 3. maí 2011.

Svanhvít var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fluttist til Reykjavíkur 1950 og vann um árabil í Sælgætisgerðinni Opal.
Hún eignaðist Svein 1954.
Þau Pétur bjuggu saman frá 1958. Þau eignuðust Þorfinn 1960.
Pétur fórst með vb. Stuðlabergi við Reykjanes 1962.
Svanhvít fatlaðist af slysförum 1962, en vann lengi hjá Reykjavíkurborg.
Hún lést 1989.

I. Barnsfaðir Svanhvítar var Thomas Westerman, f. 2. nóvember 1892.
Barn þeirra:
1. Sveinn Tómasson, verkamaður á Keflavíkurflugvelli, f. 19. mars 1954. Kona hans er Guðlaug Pálsdóttir.

II. Maður Svanhvítar var Pétur Þorfinnsson frá Raufarhöfn, stýrimaður, f. 20. mars 1931, fórst 17. febrúar 1962. Foreldrar hans voru Þorfinnur Jónsson frá Eyri í Reyðarfirði, útgerðarmaður, f. 9. ágúst 1884, d. 25. október 1967, og kona hans Sumarlína Gestsdóttir frá Garði í Þistilfirði, húsfreyja, f. 25. apríl 1901, d. 11. október 1986.
Barn þeirra:
2. Þorfinnur Pétursson starfsmaður Mjólkursamsölunnar, f. 4. júlí 1960.

----

Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.