Íris Sigurðardóttir (Bólstað)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. desember 2017 kl. 20:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. desember 2017 kl. 20:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Íris Sigurðardóttir (Bólstað)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Íris Sigurðardóttir.
Íris Sigurðardóttir ásamt eiginmanni sínum Hafsteini Ágústssyni

Íris Sigurbjörg Sigurðardóttir er fædd 25. september 1933.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurjónsson og Aðalheiður Árnadóttir.
Gosnóttina 1973 bjó hún á Bólstað við Heimagötu 18 ásamt eiginmanni sínum Hafsteini Ágústssyni og börnum þeirra, Aðalheiði, Ágústu, Láru og Erni.

Frekari umfjöllun

Íris Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja á Bólstað fæddist 25. september 1933 á Burstafelli og lést 26. júlí 2011.
Foreldrar hennar voru Kristján Sigurður Sigurjónsson vélstjóri, f. 20. apríl 1908 á Vopnafirði, d. 16. júlí 1979, og kona hans Steinunn Aðalheiður Árnadóttir húsfreyja frá Burstafelli, f. 7. janúar 1913 í Götu, d. 20. október 1987.

Börn Sigurðar og Aðalheiðar:
1. Árni Sigurðsson, f. 27. júli 1930 á Burstafelli, d. 16. júlí 1938.
2. Kári Birgir Sigurðsson vélstjóri, f. 3. desember 1931 á Burstafelli.
3. Íris Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 25. september 1933 á Burstafelli, d. 26. júlí 2011.
Börn Sigurðar föður Írisar og síðari konu hans Aðalheiðar Sigurðardóttur:
4. Jón Rúnar Sigurðsson, f. 6. mars 1941 á Hvassafelli, d. 2. ágúst 1998.
5. Sigrún Birgit Sigurðardóttir, f. 23. nóvember 1946 í Bifröst.
6. Eðvald Sigurðsson, f. 19. júlí 1951 í Hlíð.
7. Vignir Sigurðsson, f. 23. mars 1954 á Faxastíg 41.
8. Díana Sigurðardóttir, f. 21. maí 1956 á Faxastíg 41.
Fóstbróðir Írisar, sonur Ágúst Bjarnasonar frá fyrra hjónabandi hans:
9. Hörður Ágústsson verslunarmaður, verkstjóri, f. 22. ágúst 1932, d. 22. febrúar 2008.

Íris var með móður sinni á Burstafelli 1934 og 1940, á Sólvangi, Kirkjuvegi 29 1945 og 1949.
Íris var verslunarmaður, starfsmaður Ísfélagsins og trúnaðarmaður starfsmanna. Hún var félagi í Samkór Vestmannaeyja.
Þau Hafsteinn giftu sig 1959, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra viku gamalt. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 31 1959, á Fífilgötu 5 1961, en komin að Bólstað við Heimagötu 1963 og þar bjuggu þau til Goss. Þau bjuggu í Hrauntúni 67 1986, en í Sólhlíð 19f 2011.
Íris lést 2011 og Hafsteinn 2016.

I. Maður Írisar, (16. maí 1959), var Hafsteinn Ágústsson húsasmíðameistari frá Varmahlíð, f. 1. nóvember 1929, d. 21. apríl 2016.
Börn þeirra:
1. Aðalheiður Hafsteinsdóttir, húsfreyja, f. 15. janúar 1959.
2. Ágústa Hafsteinsdóttir húsfreyja, starfsmaður Hraunbúða, f. 1. desember 1959.
3. Lára Hafsteinsdóttir húsfreyja, móttökuritari, f. 8. mars 1961.
4. Hafdís Hafsteinsdóttir, f. 2. október 1963, d. 10. október 1963.
5. Örn Hafsteinsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 1. apríl 1965.
6. Árni Hafsteinsson iðnverkamaður í Reykjavík, f. 5. maí 1973.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.