Árni Hafsteinsson (Bólstað)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Árni Hafsteinsson frá Bólstað, afgreiðslumaður í Rvk, fæddist 5. maí 1973.
Foreldrar hans voru Hafsteinn Ágústsson frá Varmahlíð, húsasmíðameistari, f. 1. nóvember 1929, d. 21. apríl 2016, og síðari kona hans Íris Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Burstafelli, húsfreyja, f. þar 25. september 1933, d. 26. júlí 2011.

Börn Hafsteins og fyrri konu hans Hrefnu Guðbjargar Oddgeirsdóttur:
1. Sara Hafsteinsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, f. 4. júní 1952 í Stafnesi.
2. Svava Hafsteinsdóttir húsfreyja, sérkennari við leikskóla, f. 26. ágúst 1953 í Stafnesi.
Börn Hafsteins og Írisar:
1. Aðalheiður Hafsteinsdóttir, húsfreyja, f. 15. janúar 1959 á Sj.
2. Ágústa Hafsteinsdóttir húsfreyja, starfsmaður Hraunbúða, f. 1. desember 1959 á Sj.
3. Lára Hafsteinsdóttir húsfreyja, móttökuritari, f. 8. mars 1961 á Sj.
4. Hafdís Hafsteinsdóttir, f. 2. október 1963 á Sj., d. 10. október 1963.
5. Örn Hafsteinsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 1. apríl 1965 á Sj.
6. Árni Hafsteinsson afgreiðslumaður í Reykjavík, f. 5. maí 1973.

Árni er ókvæntur og barnlaus.
Hann býr í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.