Hörður Ágústsson (Sólvangi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hörður Ágústsson.

Hörður Ágústsson frá Sólvangi, kaupmaður, verkstjóri fæddist 22. ágúst 1932 á Svalbarði og lést 22. febrúar 2008 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Ágúst Bjarnason frá Svalbarði, bæjargjaldkeri, ríkisbókari, f. 18. ágúst 1910 í Godthaab, d. 3. janúar 1993, og fyrri kona hans Fanney Jónsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, f. þar 29. janúar 1913, d. 31. júlí 1940.
Stjúpmóðir Harðar og síðari kona Ágústs var Aðalheiður Árnadóttir frá Burstafelli, húsfreyja, f. 7. janúar 1913 í Götu, d. 20. október 1987 í Reykjavík.

Hörður var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en móðir hans lést, er hann var tæpra átta ára.
Hörður varð þriðja bekkjar gagnfræðingur i Gagnfræðaskólanum 1949 og nam við Verslunarskóla Íslands.
Hann varð kaupmaður í Versluninn Geysi um árabil.
Þau Margrét fluttu til Reykjavíkur 1964 og Hörður hóf störf hjá Álverinu í Straumsvík 1969 og vann þar til 1999, var verkstjóri.
Þau Margrét giftu sig 1953, eignuðust sex börn og fóstruðu eitt barn. Þau bjuggu á Reynifelli við Kirkjuveg 66, síðar á Túngötu 21. Hörður lést 2008.

I. Kona Harðar, (22. ágúst 1953), er Margrét Guðjónsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, f. 19. ágúst 1932.
Börn þeirra:
1. Guðjón Harðarson trésmiður, verslunarmaður, f. 10. mars 1953. Kona hans Hrönn Ólafsdóttir.
2. Ágúst Harðarson símvirki, f. 25. maí 1955. Kona hans Bryndís Guðjónsdóttir.
3. Bjarni Harðarson lagerstjóri, f. 17. febrúar 1957, ókvæntur.
4. Hilmar Harðarson prentari, f. 26. júní 1960. Fyrrum kona hans Svanhildur Óskarsdóttir. Sambúðarkona hans Laila Ingvarsdóttir.
5. Fanney Harðardóttir innanhússarkitekt, flugfreyja, f. 30. júní 1967. Maður hennar Guðmundur Már Þorvarðarson.
6. María Harðardóttir hársnyrtir, f. 25. mars 1872. Maður hennar Siggeir Kolbeinsson.
Fósturbarn hjónanna:
7. Unnur M. Friðriksdóttir, f. 6. september 1967, d. 5. febrúar 2013, ógift.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.