Magnúsína Tranberg Jakobsdóttir
Magnúsína Tranberg Jakobsdóttir frá Jakobshúsi, húsfreyja fæddist 29. október 1910 í Jakobshúsi og lést 2. júní 1989.
Foreldrar hennar voru Jakob Tranberg sjómaður í Jakobshúsi, f. 7. ágúst 1860 í London, d. 21. maí 1945, og kona hans Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1874 á Sperðli í Landeyjum í Rang., d. 17. febrúar 1965.
Börn Jakobs og Valgerðar Sigurðardóttur fyrri konu hans:
1. Sæmundur Tranberg Jakobsson, f. 16. desember 1885, d. 22. mars 1888.
2. Guðrún Tranberg Jakobsdóttir, f. 17. mars 1890, d. 6. febrúar 1975, hjú hjá Sigurði í Nýborg 1910. Síðast búsett í Reykjavík.
3. Ágúst Jakobsson Tranberg, f. 16. ágúst 1892, d. 21. október 1981. Hann fór til
Vesturheims 1911 frá Lundi.
4. Sigurður Tranberg Jakobsson, f. 20. febrúar 1899, d. 28. febrúar 1899.
5. Valdimar Tranberg Jakobsson, f. 25. október 1900, d. 9. apríl 1968.
Börn Jakobs Tranbergs og Guðbjargar voru:
1. Magnúsína Tranberg Jakobsdóttir húsfreyja, f. 29. október 1910, síðast á Akranesi, d. 2. júní 1989.
2. Gísli Jakobsson bakari í Reykjavík, f. 22. desember 1913, d. 26. desember 1993.
3. Lars Tranberg Jakobsson, símvirki í Reykjavík, f. 31. maí 1916, d. 26. desember 2002.
Börn Guðbjargar og Sigurðar Sigurðssonar og hálfsystkini Magnúsínu:
4. Guðlaugur Sigurðsson húsasmiður í Reykjavík, f. 28. mars 1901, d. 22. júní 1975.
5. Sæunn Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 18. september 1904 í Laufási, d. 19. desember 1926. Hún var í fóstri hjá Guðríði Bjarnadóttur húsfreyju í Sjólyst 1910 og 1920.
6. Elín Sigurðardóttir vinnukona á Hvoli, f. 27. október 1905 í Túni, d. 5. júní
1923.
7. Sigríður Benónía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1906, síðast í Reykjavík, d. 13. september 1988.
Magnúsína var með foreldrum sínum í Jakobshúsi til 1919, en þá skildu þau.
Hún var með móður sinni í Sjávarborg 1920-1923, vinnukona á Grímsstöðum 1924.
Magnúsína fluttist til Reykjavíkur, giftist Benedikt 1929, en þau skildu.
Hún bjó síðan á Akranesi frá 1972 og lést 1989.
Maður Magnúsínu, (19. október 1929, skildu), var Benedikt Guðbjartsson frá Smáhömrum í Strandasýslu, járnsmiður, verkstjóri í Reykjavík, f. 11. apríl 1898, d. 15. október 1971. Foreldrar hans voru Guðbjartur Benediktsson vinnumaður á Smáhömrum í Fellssókn í Strand., f, 2. ágúst 1870, d. 29. mars 1924, og Sólrún Sólmundardóttir vinnukona, f. 10. maí 1865, d. 19. júlí 1907.
Börn þeirra:
1. Erna Guðbjörg Benediktsdóttir, kjördóttir, f. 16. mars 1930.
2. Guðbjartur Sólberg Benediktsson rafvélavirkjameistari í
Reykjavík, f. 13. júlí 1936, d. 13. júní 2008.
3. Hanna Matthildur Benediktsdóttir húsfreyja, f. 18. desember 1942.
4. Sigríður Stefanía Benediktsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 4. október 1946.
Uppeldissonur og dóttursonur Magnúsínu:
5. Jakob Ragnar Garðarsson hárskeri, 16. september 1961. Foreldrar hans: Garðar Guðjónsson, f. 20. ágúst 1942 og Sigríður Stefanía Benediktsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Æviskrár Akurnesinga. Ari Gíslason. Sögufélag Borgfirðinga.