Vémundur Jónsson (Enda)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. september 2016 kl. 14:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. september 2016 kl. 14:47 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðný Sigurleif og Vémundur Jónsson.

Vémundur Jónsson frá Enda, (Vesturvegi 34), netagerðarmaður, vélstjóri fæddist 23. maí 1920 á Hlíðarenda í Ölfusi og lést 11. mars 1984 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi, bátsformaður og trésmiður, f. 19. október 1885, d. 8. desember 1955, og kona hans Þorbjörg Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 10. apríl 1885, d. 24. júlí 1962.

Börn Jóns og Þorbjargar voru:
1. Guðrún Jónsdóttir, f. 21. febrúar 1916, d. 12. júlí 1930.
2. Sveinn Jónsson vélstjóri, forstjóri í Reykjavík, f. 8. febrúar 1917, d. 3. apríl 1999. Kona hans var Ester Lovísa Sigbjörnsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1924.
3. Jón Jónsson flugstjóri, f. 23. janúar 1918, d. 14. apríl 1963. Kona hans var Hjálmfríður Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 10. maí 1927.
4. Vémundur Jónsson netagerðarmaður, vélstjóri í Eyjum, f. 23. maí 1920, d. 11. mars 1984. Kona hans var Guðný Sigurleif Stefánsdóttir húsfreyja.
5. Þórunn Jónsdóttir saumakona í Eyjum, f. 23. maí 1920, d. 27. júlí 2002.
6. Hjálmar Jónsson skipstjóri í Eyjum, f. 26. júní 1921, d. 16. febrúar 1978.

Vémundur ólst upp hjá foreldrum sínum í æsku. Hann fluttist til Eyja með fjölskyldunni úr Ölfusi 1930 og bjó með henni á Brekku, (Faxastíg 4) í lok árs, á Skildingavegi 8 1934, Vesturvegi 34, (Enda) 1940 og við fæðingu Edithar 1942 og fæðingu Jóns 1945.
Þau Guðný Sigurleif giftu sig 1944 og bjuggu þá á Geirlandi, en á Enda 1945 og 1949.
Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur og síðan til Ohio í Cleveland í Bandaríkjanna, þar sem Vémundur vann hjá auglýsingafyrirtæki. Þau fluttu heim 1965 og bjuggu síðast í Eskihlíð 14.
Vémundur lést 1984 og Sigurleif 2009.

Kona Vémundar, (3. júní 1944), var Guðný Sigurleif Stefánsdóttir húsfreyja frá Hábæ, f. 14. febrúar 1918, d. 15. janúar 2009.
Börn þeirra:
1. Edith Vémundsdóttir sjúkraliði í Reykjavík, f. 4. nóvember 1942 í Eyjum.
2. Jón Vémundsson, f. 20. ágúst 1945 í Eyjum. Hann rekur eigið fyrirtæki í Bandaríkjunum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ölfusingar : búendatal Ölfushrepps 1703-1980. Eiríkur Einarsson. Reykjavík. Sögusteinn 1985.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.