Þorbjörg Sveinbjörnsdóttir (Enda)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þorbjörg og Jón.
Húsið Endi.

Þorbjörg Sveinbjörnsdóttir húsfreyja á Vesturvegi 34, (Enda) fæddist 10. apríl 1885 í Hjálmholti og lést 24. júlí 1962.
Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Ólafsson búfræðingur frá Hjálmholti í Árn., síðast sparisjóðsritari á Eyrarbakka, f. 24. ágúst 1856, d. 9. desember 1922, og barnsmóðir hans Elísabet Arnbjarnardóttir, f. 6. maí 1859, d. 26. janúar 1935.

Þorbjörg var í fóstri hjá föðurforeldrum sínum í Hjálmholti 1890, var vinnukona í Hjálmholti 1901. Hún var með föður sínum og fjölskyldu hans á Stokkseyri, kom þaðan til Hafnarfjarðar 1905 og var með föður sínum í húsi Sigurðar Vigfússonar járnsmiðs í Hafnarfirði 1910.
Þau Jón giftu sig 1914 og bjuggu á Hlíðarenda í Ölfusi 1914-1930, en þá fluttust hjónin með börnin til Eyja.
Þau bjuggu á Brekku 1930, á Skildingavegi 8 1934, en síðar á Vesturvegi 34, sem var vestasta húsið við götuna og almennt nefnt Endi. Það hús byggðu þau 1934.
Jón flutti til Reykjavíkur og þar lést hann 1955, en Þorbjörg bjó í Eyjum til dánardægurs, bjó á Enda og hélt heimili með Hjálmari og Þórunni. Hún lést í Eyjum 1962 og var jarðsett við hlið Jóns í Fossvogskirkjugarði.

Maður Þorbjargar, (27. júní 1914), var Jón Jónsson bóndi, formaður, smiður, f. 19. október 1885, d. 8. desember 1955.
Börn Þorbjargar og Jóns voru:

1. Guðrún Jónsdóttir, f. 21. febrúar 1916, d. 12. júlí 1930.
2. Sveinn Jónsson vélstjóri, forstjóri í Reykjavík, f. 8. febrúar 1917, d. 3. apríl 1999. Kona hans var Ester Lovísa Sigbjörnsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1924.
3. Jón Jónsson flugstjóri, f. 23. janúar 1918, d. 14. apríl 1963. Kona hans var Hjálmfríður (Fríða) Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 10. maí 1927.
4. Vémundur Jónsson netagerðarmaður, vélstjóri í Eyjum, f. 23. maí 1920, d. 11. mars 1984. Kona hans var Guðný Sigurleif Stefánsdóttir húsfreyja.
5. Þórunn Jónsdóttir saumakona í Eyjum, f. 23. maí 1920, d. 27. júlí 2002.
6. Hjálmar Jónsson skipstjóri í Eyjum, f. 26. júní 1921, d. 16. febrúar 1978.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ölfusingar - búendatal Ölfushrepps 1703-1980. Eiríkur Einarsson. Reykjavík. Sögusteinn 1985.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.