Jón Jónsson flugstjóri

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Jónsson flugstjóri.

Jón Jónsson frá Enda, (Vesturvegi 34), flugstjóri fæddist 23. janúar 1918 og lést 14. apríl 1963.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi, bátsformaður og trésmiður, f. 19. október 1885, d. 8. desember 1955, og kona hans Þorbjörg Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 10. apríl 1885, d. 24. júlí 1962.

Börn Jóns og Þorbjargar voru:
1. Guðrún Jónsdóttir, f. 21. febrúar 1916, d. 12. júlí 1930.
2. Sveinn Jónsson vélstjóri, forstjóri í Reykjavík, f. 8. febrúar 1917, d. 3. apríl 1999. Kona hans var Ester Lovísa Sigbjörnsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1924.
3. Jón Jónsson flugstjóri, f. 23. janúar 1918, d. 14. apríl 1963. Kona hans var Hjálmfríður Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 10. maí 1927.
4. Vémundur Jónsson netagerðarmaður, vélstjóri í Eyjum, f. 23. maí 1920, d. 11. mars 1984. Kona hans var Guðný Sigurleif Stefánsdóttir húsfreyja.
5. Þórunn Jónsdóttir saumakona í Eyjum, f. 23. maí 1920, d. 27. júlí 2002.
6. Hjálmar Jónsson skipstjóri í Eyjum, f. 26. júní 1921, d. 16. febrúar 1978.

Jón var með foreldrum sínum í æsku og fluttist með þeim úr Ölfusi til Eyja 1930.
Hann bjó með þeim á Brekku, (Faxastíg 4) í lok árs, á Skildingavegi 8 1934, síðan á Vesturvegi 34, (Enda) meðan hann dvaldi í Eyjum.
Jón nam í Kvöldskóla iðnaðarmanna í Eyjum 1938-1940, lauk hinu minna vélstjóraprófi Fiskifélags Íslands 1941.
Jón stundað flugnám við Spartan School of Aeronautics í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum og lauk atvinnuflugmannsprófi 28. janúar 1946, flugkennaraprófi 28. mars, blindflugsprófi 28. maí og vélamannsprófi 15. nóvember sama ár.
Hann stundaði flugkennslu og síldarleitarflug um skeið, en hóf störf hjá Flugfélagi Íslands haustið 1947, síðar flugstjóri á ýmsum vélum félagsins.
Hann eignaðist Guðrúnu með Elísabet Lúðvíksdóttur 1953, kvæntist Hallfríði í janúar 1962.
Jón var flugstjóri á Hrímfaxa, Vickers Vicount skrúfuþotu Flugfélagsins, er hún fórst við Ósló 14. apríl 1963.

I. Barnsmóðir Jóns var Elísabet Lúðvíksdóttir (Betti Meta Frieda Karla Lau), þýsk kona, f. 26. september 1917, d. 25. maí 1999. Hún var dóttir Ludvig J.H. Lau múrara og Minnie S.K. Lau verkakonu.
Barn þeirra:
1. Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 17. desember 1953 í Reykjavík. Maður hennar: Pálmi Sveinbjörnsson pípulagningamaður, f. 27. maí 1950.

II. Kona Jóns, (6. janúar 1962), var Hallfríður (Fríða) Hallgrímsdóttir húsfreyja, gjaldkeri, bókari, f. 27. maí 1927. Foreldrar hennar voru Hallgrímur Stefán Guðmundsson bóndi í Grófargili í Valþjófsdal í Önundarfirði, f. 19. nóvember 1887, d. 17. september 1966 og kona hans Jóna Guðbjörg Reinharðsdóttir húsfreyja, f. 2. ágúst 1888, d. 28. janúar 1981.
Fósturforeldrar Hjálmfríðar voru Guðmundur Óskar Einarsson læknir, f. 13. maí 1893, d. 20. mars 1967 og fyrri kona hans Guðrún Jakobína Snæbjörnsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1891, d. 1. október 1969.
Þau Jón og Hjálmfríður voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Flugmannatal. Ritnefnd: Skúli Br. Steinþórsson og fleiri. Félag íslenskra atvinnuflugmanna. Reykjavík 1988.
  • Íslendingabók.is.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ölfusingar - búendatal Ölfushrepps 1703-1980. Eiríkur Einarsson. Reykjavík. Sögusteinn 1985.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.