Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1969/ Sjómannamenntun í Vestmannaeyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. júlí 2016 kl. 14:33 eftir Mardis94 (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. júlí 2016 kl. 14:33 eftir Mardis94 (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sjómannamenntun í Vestmannaeyjum


Nemendur Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum 1968-1969, ásamt skólastjóra og tveim kennurum.
Frá Stýrimannaskólanum


Skólanum stunduðu 18 nemendur nám á liðnum verxi, og útskrifuðust 17 stýrimenn á skólaárinu.
Fiskimannaprófi 1. stigs lauk í endaðan marz. Þeir, sem luku fiskimannaprófi 1. stigs voru:
Benóný Benónýsson, Jóel Þór Andersen, Kjartan Ásmundsson, Lýður Viðar Ægisson, Sævaldur Elíasson, allir frá Vestmannaeyjum, Ásgeir Jónasson, Siglufirði, Jakob Árnason, Akureyri, Ólafur Jóhann Rögnvaldsson, Siglufirði, Óskar Kristinsson, Borgarfirði eystra.
Hæstu einkunn við prófið hlaut Sævaldur Elíasson frá Varmadal, 1. ágætiseinkunn 7,67, en hæst er gefið 8. Er þetta frábær frammistaða og hæsta einkunn til þessa við fiskimannapróf 1. stigs. Annar varð Jóel Andersen með 7,33 ágætiseinkunn, þriðji Benóný Benónýsson með 7,29 ágætiseinkunn og f jórði Lýður Viðar Ægisson með 7,23, 1. einkunn. Ágætiseinkunn er 7,25 og yfir. Meðaleinkunn bekkjarins var 6,81, en 7 nemendur fengu 1. einkunn og ágætiseinkunn. Náðu allir framhaldseinkunn í 2. bekk.
Strax að prófi loknu fóru nemendur til sjós á Vestmannaeyjabáta, sem voru að skipta yfir á netaveiðar. Hyggja flestir á framhaldsnám hér að vetri.
Skólanum var að venju slitið á lokadaginn, 11. maí. Luku þá 8 stýrimenn fiskimannaprófi 2. stigs:
Axel Ágústsson, Seyðisfirði, Bjarni Kjartansson, Súðavík, Ívar Baldursson, Akureyri, Eiríkur H. Sigurgeirsson, Finnbogi Finnbogason, Kristinn Þ. Sigurðsson og Logi Snædal Jónsson, allir frá Vestmannaeyjum, og Sigurður Helgi Sigurðsson, Siglufirði.
Hæstu einkunnir hlutu: Sigurður H. Sigurðsson, sem fékk 174 stig eða 7,57, sem er sérstaklega góð ágætiseinkunn og hæsta einkunn við fiskimannapróf á landinu í ár. Axel Ágústsson 7,45 og Kristinn Þ. Sigurðsson frá Löndum 7,25. En þetta allt ágætiseinkunnir. Aðrir yfir 7 voru Eiríkur H. Sigurgeirsson 7,12 og Ívar Baldursson 7,01. Allt mjög góðar einkunnir.
Prófdómarar við fiskimannapróf 1. og 2. stigs voru: Árni Valdimarsson, Reykjavík, sem einnig hefur verið prófdómari við Stýrimannaskólann í Reykjavík í mörg ár, Róbert Dan Jensson, Reykjavík (1. stigs prófið), Ólafur heitinn Sigurðsson, Angantýr Elíasson, Einar Guttormsson, Vigfús Jónsson, Einar Haukur Eiríksson og Jón Hjaltason, sem er formaður prófnefndar.
Að venju voru hæstu nemendum veitt ýmis verðlaun. Einar Sigurðsson útgerðarmaður veitti hæsta nemanda nú og í fyrra fallegan veggskjöld í verðlaun. Sjóvá gaf áletraða bréfapressu. Verðlaun s/s Verðanda fyrir hæstu einkunn á brottfararprófi eru afhent á sjómannadaginn. Þrír nemendur fengu viðurkenningu úr verðlaunasjóði Ástu Sigurðardóttur og Friðfinns Finnssonar fyrir reglusemi og ástundun við námið.
Við skólaslitin fjölmenntu velunnarar skólans og nemendur. Voru skólanum færðar margar og dýrmætar gjafir.

Nemendur er luku fiskimannaprófi 1. stigs 1969.

Aflakóngurinn Hilmar Rósmundsson og Theódór Ólafsson vélstjóri, eigendur Sæbjargar, gáfu stýrimannaskólanum og vélskólanum hér ratsjártæki, sem var í Sæbjörgu og er mörg þúsunda virði. Frú Ásta Sigurðardóttir og Friðfinnur Finnsson gáfu kr. 2.500 í verðlaunasjóð þeirra hjóna. Samtals hafa þau hjón gefið 17.500 kr. í sjóðinn.
Hinn þekkti sjósóknari og aflamaður Jóhann Pálsson gaf 10.000 krónur til skólans, en hann hefur frá upphafi verið einn helzti stuðningsmaður Srýrimannaskólans Í Vestmannaeyjum.
Bræðurnir Björn og Tryggvi Guðmundssynir gáfu 5.000 kr. í minningarsjóð um foreldra sína, hjónin Áslaugu Eyjólfsdóttur og Guðmund Eyjólfsson. Sjóðinn stofnuðu þeir bræður í fyrra með 50.000 kr. framlagi og er sjóðnum í framtíðinni ætlað að styrkja efnalitla sjómenn til náms við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum.
Á liðnum vetri gaf ónefndur Vestmannaeyingur 1000 kr. í sjóðinn og er hann ná með vöxtum kr. 58.196,50.
Bræðurnir frá Gerði, Gunnar, Stefán og Guðlaugur Stefánssynir, eigendur Halkions, gáfu sjálfstýringu, sem var í Halkion. Við setningu skólans s.l. haust gaf Páll Ingibergsson frá Hjálmholti sextant góðan.
Kennarar auk skólastjóra voru: Steingrímur Arnar, sr. Þorsteinn L. Jónsson, Jóhann S. Hlíðar, Friðrik E. Ólafsson, Brynjúlfur Jónatansson, Jón Óskarsson lögfræðingur, Jón Kr. Óskarsson loftskeytamaður, Örn Bjarnason, Guðni Guðnason og Kjartan Másson. Verkleg kennsla í splæsun, viðgerðum veiðarfæra og uppbyggingu þeirra fór fram á netaverkstæði Ingólfs og Veiðarfæragerð Vestmannaeyja. Voru kennarar í þeim greinum Ingólfur Theódórsson, Sigurður Ingi Ingólfsson og Hallgrímur Þórðarson.
Við lauk þessa 5. starfsárs skólans hafa verið gefin út 75 stýrimannaskírteini I. og II. stigs, 49 skírteini fiskimannaprófs hins meira eða II. stigs og 26 skírteini fiskimannaprófs I. stigs.

Vélskóli Íslands í Vestmannaeyjum


Á liðnum vetri frá 16. september til loka febrúar, starfaði deild Vélskóla íslands í Vestmannaeyjum. Luku 22 nemendur I. stigs vélstjóraprófi, sem veitir 500 hestafla réttindi.
Bæjaryfirvöld og vélstjórafélagið undir forystu Sveins Gíslasonar frá Hvanneyri unnu ágætt starf við að koma námskeiðinu af stað. Lagði bæjarsjóður í talsverðan kostnað og er því höfuðnauðsyn, að skólinn hér í Vestmannaeyjum komist á næstu fjárlög.
Þessi deild Vélskólans var verulegur áfangi í vélstjóramenntun í bænum. Verður að halda þessu starfi áfram með föstum, helzt tveggja vetra, vélskóla hér. Næsta stig vélstjóramenntunar eru 1000 ha. réttindi. Eru þá Vestmannaeyingar að mestu sjálfum sér nógir með menntun vélstjóra og unnt að veita hér þau réttindi, sem nægja á Eyjaflotann.
Bókleg kennsla fór fram í Iðnskólanum, kennsla á vélar og í vélsmíði var í gömlu rafstöðinni, sem hafði verið lagfærð. Tækjakennsla fór fram í Stýrimannaskólanum að Breiðabliki.
Forstöðumaður deildarinnar var Jón Einarsson vélstjóri og kennari við Vélskólann í Reykjavík. Aðrir kennarar við skólann voru: Bogi Sigurðsson, Örn Aanes, Steingrímur Benediktsson og Guðni Guðnason. Prófdómarar við prófið voru: Friðrik Erlendur Ólafsson og Tryggvi Gunnarsson.
Luku 22 nemendur vélstjóraprófi 1. stigs:
Björn Jónsson, Sigurður Ó. Gunnarsson, Þráinn Valdimarsson, Guðjón Rögnvaldsson, Ágúst I. Þórarinsson, Víðir Valgeirsson, Jón Ingi Guðjónsson, Jón R. Sævarsson, Arnór Páll Valdimarsson, Pétur Andersen, Þorsteinn Eyjólfsson, Sigþór Magnússon, Þórir Garðarsson, Björgvin Ólafsson, Þór G. Ólafsson, Grétar Skaftason, Arngrímur Magnússon, Hjörleifur Alfreðsson, Gunnar Marel Tryggvason og Kristján B. Laxfoss, allir frá Vestmannaeyjum, Björgúlfur Kristinsson, Eskifirði, og Steingrímur V. Haraldsson, Reykjavík.
Af þessum 22 vélstjórum náðu 18 nemendur framhaldseinkunn í 2. stig.
Hæsai einkunnir hlutu: Jón Ingi Guðjónsson frá Vallatúni 108,5 stig og Þórir Garðarsson Borg (Heimagata 3A) 108,2 stig, en þeir voru jafnir í meðaleinkunn 9,2, sem er ágætiseinkunn. Þriðji var Gunnar Marel Tryggvason með 100,9 stig, 8,4 í meðaleinkunn.
Nú í vor gengur einn Vestmannaeyingur undir lokapróf í Vélskóla íslands í Reykjavík. Er það Róbert Hafsteinsson (Stefánssonar), sem lýkur vélstjóraprófi IV. stigs, sem veitir ótakmörkuð vélstjóraréttindi.