Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1986/Sjómannadagurinn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. ágúst 2017 kl. 11:12 eftir Mardis94 (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. ágúst 2017 kl. 11:12 eftir Mardis94 (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sjómannadagurinn 1986


Gísli Eiríksson setur hátíðina
Tunnuhlaup
Guðmundur Sveinbjörnsson flytur ræðu dagsins

Sjómannadagurinn 1985 var haldinn hátíðlegur dagana 1. og 2. júní. Hátíðarhöldin einkenndust af mikilli þátttöku almennings í öllum dagskráratriðum og mikilli veðurblíðu. Stórhelgi í stærstu verstöð landsins framundan.
Á laugardag hófust hátíðarhöldin kl. 13 með sprangi sem Eyjapeyjar sýndu í Fiskhellanefi. Við Friðarhöfn byrjaði hátíðin með kappróðri, koddaslag, stakkasundi, tunnuhlaupi og reiptogi milli bryggja ásamt ýmsu öðru.

Úrslit leikja í Friðarhöfn
1. riðill:
Jötunn 2.08.0
Vélstjórar 2.37.8
2.riðill:
SES 2.10.8
VSV 2.08.5
3.riðill:
Fiskiðjan 2.20.9
Suðurey VE 2.11.0
4.riðill:
Eyjaberg, konur 2.32.0
SES, konur 2.44.4
5.riðill:
Ísfélagið, konur 2.23.7
Fiskiðjan, konur 2.24.4
VSV, konur 2.31.2
6.riðill:
Piparsveinar 1.58.6
Piparsveinatáningar 2.04.0
Næst á dagskrá var koddaslagur karla. Þar var sigurvegari Rúnar Vöggsson. Margir frískir strákar veittu honum harða keppni en Rúnar sat þá alla af sér. Í koddaslag kvenna sigraði Rósa Einarsdóttir; svömluðu hinir keppendurnir í sjónum eftir Rósu.
Í tunnuhlaupi sigraði Jakob S. Erlingsson eftir miklar byltur og busl annarra keppenda.
Reiptog milli bryggja: Mesta orka var í piparsveinum er sigruðu annað árið í röð. í stakkasundi varð sigurvegari Smári Harðarson sundkappi.
Þegar skemmtidagskrá lauk í Friðarhöfn sigldi varðskipið Ægir inn höfnina og skaut púðurskoti svo að bergmálaði í fjöllunum. Guðrún Símonardóttir (Tyrkja-Gudda) var komin heim eftir langa fjarveru í Austurlöndum fjær. Fékk hún góðar móttökur hátíðargesta.
Á laugardagskvöldið voru dansleikir í þremur húsum. f Samkomuhúsinu lék hljómsveitin Geimsteinn ásamt Rúnari Júlíussyni og Þóri Baldurssyni
Hljómsveitin Telex lék í Hallarlundi og var opið milli sala. í Alþýðuhúsinu lék hljómsveitin Lífsmark. Á Skansinum lék hljómsveitin Xport, Rockett og Helgi og Hermann Ingi, þannig að allir fengu eitthvað við sitt hæfi. Sömu miðar gilda í öllum húsum og er það góður siður á sjómannadaginn.

Sunnudagurinn 2. júní.
Hátíðarhöldin hófust kl. 13 við minnisvarðann á Stakkagerðistúni. Hátíðina setti Gísli Eiríksson vélstjóri. Síðan var skrúðganga að Landakirkju með lúðrasveit í fararbroddi. í Landakirkju messaði séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Að lokinni messu var athöfn við minnisvarða um drukknaða og hrapaða og þá sem farist hafa í flugslysum. í máli Einars Gíslasonar kom fram að frá upphafi minningarathafnar við minnisvarðann er þetta annað sinn sem enginn hefur farist á árinu frá Eyjum.
Kl. 16 var hátíðarhöldunum fram haldið á Stakkagerðistúni. Skólahljómsveit Vestmannaeyja lék en síðan flutti Guðmundur Sveinbjörnsson skipstjóri hátíðarræðu dagsins. Þá heiðraði Einar Gíslason aldna sjómenn:
Frá Verðandi: Arnodd Gunnlaugsson,
frá Vélstjórafélaginu: Vigfús Waagfjörð,
frá Jötni: Inga Andersen.
Högni Hilmisson, sem bjargaði barni úr höfninni, fékk viðurkenningu fyrir björgun úr sjávarháska.
Guðjón Einarsson skipstjóri bjargaði tveim mönnum af trillu sem sökk norður af Faxa.
Gestur Gunnbjörnsson bjargaði skipsfélaga sínum á Bylgju er hann fór út með færinu á netunum.
Viðurkenningar fyrir sigra á hátíðarhöldum laugardagsins hlutu:
Sjómannafélagsbikarinn: Sjómannafélagið Jötunn, stýrimaður Stefán G. Gunnarsson. Tími: 2.08.0.
Stöðvabikar karla: V.S.V., styrimaður Helgi Gunnarsson. Tími: 2.08.5.
Áhafnabikar: Suðurey, stýrimaður Brynjar Stefánsson. Tími: 2.11.0.
Stöðvabikar, konur: Ísfélag Vestmannaeyja, stýrimaður Helgi Gunnarsson. Tími: 2.23.7.
Piparsveinar: Stýrimaður Þór Engilbertsson. Tími 1.58.6, brautarmet. Er þetta besti tími frá upphafi sjómannadags.
Verðlaun fyrir aðrar greinar dagsins:
Stakkasund: Smári Harðarson.
Tunnuhlaup: Jakob S. Erlingsson.
Koddaslagur, konur: Rósa Einarsdóttir. Karlar: Rúnar Vöggsson.
Reiptog: Piparsveinar.
Að þessu loknu kom Bjössi bolla fram og skemmti hátíðargestum ásamt fleiri uppákomum.
Að vanda var hið ljúffenga kaffi Eykyndilskvenna í Alþýðuhúsinu, sem er orðin fastur punktur í hátíðarhöldunum.
Kl. 20.30 var kvöldskenntun í Samkomuhúsinu og hófst með ávarpi Friðsteins Vigfússonar. Aflakóngar heiðraðir, um það sá Einar Gíslason og er orðið meiriháttar uppákoma. Sigurður Georgsson og skipshöfn hans á Suðurey VE 500 fengu víkingaskipið fyrir mestan vertíðarafla, annað árið í röð. Guðmundur Ingi Guðmundsson og skips höfn hans á Hugin VE 55 fengu fánastöngina fyrir mesta aflaverðmæti báta, annað árið í röð. Logi Snædal Jónsson og skipshöfn hans á Smáey VE 144 fengu radarinn fyrir mestan afla togbáta.
Skipstjórarnir Sævar Brynjólfsson og Hermann Kristjánsson á Breka VE 61 og skipshöfn þeirra fengu vitann, fyrir mestan afla togara. Næstur á dagskrá var Magnús Ólafsson (Bjössi bolla) sem kitlaði hláturtaugarnar mjög vel. Þá kom dansflokkurinn Dansneistinn með nýjan dans sem heitir ,,Sonig Forg".
Bræðurnir Helgi og Hermann Ingi skemmtu með söng. Þá kom Rúnar Júl. og Co. með endasmellinn á kvöldskemmtuninni. Þulur kvöldsins var Einar Sigurfinnsson.
Dansleikir stóðu fram undir morgun og var fjölmenni mikið á öllum stöðum.
Sjómannadagurinn fór mjög vel fram og sjómannadagsráði til sóma.

Suðurey VE 500 hafði mestan vertíðarafla báta 1985, 1409 tonn og hlaut Víkingaskipið. Á myndinni eru Sigurður Georgsson skipstjóri og kona hans Guðný Fríða Einarsdóttir ásamt foreldrum Sigurðar, Georg Skæringssyni og Sigurbáru Sigurðardóttur
Smáey VE 144 varð aflahæst togbáta, aflaði 1512 tonn að verðmœti 16.315.277,- og hlaut radarinn í viðurkenningu. Á myndinni eru Logi Snœdal Jónsson skipstjóri og frú Halla J. Gunnarsdóttir
Breki VE 61 hafði mestan afla togara 1984, aflaði 4180 tonn að verðmœti 52.480.707,- og hlaut Vitann í viðurkenningu. Á myndinni eru Hermann Kristjánsson skipstjóri og kona Sœvars, Ingibjörg Hafliðadóttir
Huginn VE 55 hafði mest aflaverðmæti báta 1984, aflaði fyrir 31.484.142,- og hlaut fánastöngina í viðurkenningu. Á myndinni eru Guðmundur Ingi Guðmundsson skipstjóri og frú Kristín Pálsdóttir ásamt sonarsyni Guðmundi Inga Guðmundssyni
Guðríður kemur heim
Viðurkenning fyrir björgun: Högni Hilmarsson, Hafsteinn Guðfinnsson og Gestur Gunnbjörnsson
Myndin er tekin um borð í varðskipinu Ægi afkonum úr hinum ýmsu kvenfélögum í bænum, ásamt Árna Johnsen, en þau sáu um söfnun á fjármagni til kaupa á listaverkinu af Tyrkja-Guddu. Talið frá vinstri: Jóhanna Friðriksdóttir, Fjóla Jensdóttir, Rúna Jóhannsdóttir, Friðgeir Olgeirsson skipherra, Emma Pálsdóttir, Árni Johnsen, Guðrún Jóhannsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir