Anders Asmundsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. febrúar 2016 kl. 18:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. febrúar 2016 kl. 18:42 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Anders Asmundsen, (Osmundsen í norskum kirkjubókum), hákarlaskipstjóri í Sjólyst og víðar fæddist 1808 í Arendal í Noregi og fórst 1851.
Foreldrar hans voru Osmund Andersson og Dorthe Maria Jensdottir.

Anders kom til Eyja frá Noregi 1833, ,,matrós frá Norge“, bjó í Godthaab í lok ársins, í Beykishúsi við giftingu 1834. Þau Ásdís voru í Kornhól 1835, í Sjólyst 1836 með Morten Eriksen og Ane Johanne Eriksen, í Ottahúsi, (Beykishús) 1837, aftur í Sjólyst 1838, en þá hafði Morten og Ane Johanne byggt Frydendal og bjuggu þar. Það gekk undir nafninu Vertshúsið meðal almennings.
Við skráningu 1839 bjuggu þau Ásdís í Sjólyst, svo og 1840 með Maríu á 2. ári og þar bjuggu þau síðast 1848, en 1849 voru þau komin í Stakkagerði og þar bjuggu þau til dd. Anders og Ásdís síðan í öðru hjónabandi sínu.
Anders varð hákarlaskipstjóri á skipi Garðsverslunar og fórst í veiðiferð 1851.
Andersarvik, sem var vik í klappirnar norður af Litlabæ, var kennt við Anders, eftir að hann bjargaði þar barni frá drukknun.

Kona hans, (13. september 1834), var Ásdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 28. janúar í Berufirði, d. 21. nóvember 1892 í Eyjum. Svaramaður hans var Abel sýslumaður, hennar N.N. Bryde verslunarstjóri.
Börn Ásdísar og Anders:
1. Jón Andersson, f. 9. október 1835, d. 15. október 1835 úr ginklofa.
2. Dortija María Andersdóttir Bjarnasen, f. 3. júní 1839, giftist Gísla Bjarnasen verslunarstjóra, bjó í Kaupmannahöfn.
3. Hans Kristján Andersson, f. 22. apríl 1838, d. 7. maí 1838 úr ginklofa.
4. Anders Andersson, f. 20. febrúar 1842, d. 21. september 1842.
5. Rebekka Þórdís Andersdóttir, f. 14. júlí 1843, d. 1. ágúst 1843 úr ginklofa.
6. Tómína Andersdóttir Asmundsen, f. 21. ágúst 1844. Hún bjó í Chicago.
7. Soffía Elísabet Andersdóttir, f. 8. október 1847, d. 10. júní 1936.
8. Anders Andersson, f. 24. september 1851, d. 11. nóvember 1851 „af Barnaveikleika“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.