Jómsborg
(Endurbeint frá Beykishús)
Húsið Jómsborg, einnig Jómaborg, stóð við Víðisveg 9. Það hét áður Ottahús og Beykishús. Jómsborg var reist árið 1912 af Jóni Sighvatssyni og var hið myndarlegasta hús. Sérkennileg turnbygging setti mikinn svip á Jómsborg.
Þorsteinn Johnson sonur hans byggði við húsið og rak einnig verslun þar um skeið.
Ólafur Gränz, trésmíðameistari, bjó þar með fjölskyldu sinni. Þegar gaus bjó þar Carl Ólafur Gränz sonur hans, ásamt konu sinni Kolbrúnu Ingólfsdóttur og þrjú börn þeirra.
Nafnið Jómsborg kemur frá borg þar sem norrænir víkingar áttu sér vígi og telja flestir fræðimenn að Jómsborg hafi verið einhvers staðar á eyjunni Wolin, við norðvesturhorn Póllands.
Myndir
Heimildir
- Guðjón Ármann Eyjólfsson. Vestmannaeyjar - byggð og eldgos. Reykjavík: Ísafoldaprentsmiðja, 1973.
- Jómsborg á Wikipedia: frjálsa alfræðiritinu
- Húsin undir hrauninu haust 2012.