Leifur Þórðarson (Mosfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. janúar 2016 kl. 21:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. janúar 2016 kl. 21:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Leifur Þórðarson (Mosfelli)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Leifur Þórðarson.

Leifur Þórðarson frá Mosfelli fæddist 19. júní 1907 og lést 4. maí 1930.
Foreldrar hans voru Þórður Þórðarson bóndi, trésmiður, síðar hermaður í kanadíska hernum, f. 15. maí 1887, d. 28. september 1955 og barnsmóðir hans Gróa Einarsdóttir verkakona, f. 19. júlí 1875, d. 16. október 1967.

Fóstursystkini Leifs voru:
1. Kristinn Jónsson bóndi, smiður og póstur á Mosfelli.
2. Þórður Arnfinnson sjómaður á Þingeyri og í Keflavík.
3. Sigríður Friðriksdóttir fiskverkakona og verkstjóri.

Leifi var nýfæddum komið í fóstur til Jennýjar Guðmundsdóttur og Jóns Guðmundssonar í Breiðholti, síðan á Mosfelli. Hjá þeim ólst hann upp með Kristni syni þeirra og fósturbörnunum Sigríði Friðriksdóttur og Þórði Arnfinnssyni.
Hann fór til klæðskeranáms hjá Andrési Andréssyni í Reykjavík 1922, fékk berkla og dó úr þeim 1930.



Myndir


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.