Guðjón Ólafsson (Landamótum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. október 2015 kl. 13:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. október 2015 kl. 13:28 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Guðjón Ólafsson á Landamótum.

Guðjón Ólafsson skipstjóri frá Landamótum fæddist 30. janúar 1915 á Landamótum og lést 4. maí 1992.
Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson sjómaður, útgerðarmaður á Landamótum, f. 27. ágúst 1883, drukknaði 6. janúar 1916, og kona hans Geirlaug Sigurðardóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1891, d. 17. júlí 1963.

Föðurbræður Guðjóns voru Friðrik Jónsson á Látrum og Árni Jónsson í Görðum.

Guðjón var með foreldrum sínum í æsku, hóf sjómennsku 1931.
Hann tók vélstjóranámskeið 1935 og Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum 1958-1959.
Guðjón stundaði sjómennsku til 1973, er hann slasaðist illa. Réri að lokum á eigin trillu.
Hann lést 1992.

Kona Guðjóns, (18. desember 1936), var Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja, ættuð frá Ólafsfirði, f. 30. júní 1917, d. 27. febrúar 1995.
Börn þeirra:
1. Gréta Guðjónsdóttir, f. 6. maí 1938.
2. Guðbjörg Ósk Guðjónsdóttir, f. 27. júlí 1943, d. 23. desember 1950.
3. Friðrik Ólafur Guðjónsson, f. 6. janúar 1948.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.