Gréta Guðjónsdóttir (Landamótum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Gréta Guðjónsdóttir.

Gréta Guðjónsdóttir frá Landamótum, húsfreyja, bankastarfsmaður fæddist 6. apríl 1938 á Sælundi við Vesturveg 2 og lést 20. júní 2020 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Guðjón Ólafsson skipstjóri, f. 30. janúar 1915 á Landamótum, d. 4. maí 1992, og kona hans Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 30. júní 1917 á Ólafsfirði, d. 27. febrúar 1995.

Börn Sigríðar og Guðjóns:
1. Gréta Guðjónsdóttir, f. 6. apríl 1938, d. 20. júní 2020.
2. Guðbjörg Ósk Guðjónsdóttir, f. 27. júlí 1943, d. 23. desember 1950.
3. Friðrik Ólafur Guðjónsson, f. 6. janúar 1948. Kona hans Sigríður Birgit Sigurðardóttir.

Gréta var með foreldrum sínum í æsku, á Sælundi, Stóru-Heiði við Sólhlíð 19, á Karlsbergi við Heimagötu 20 og á Landamótum.
Hún vann verslunarstörf, flutti til Hafnarfjarðar og vann lengi í Íslandsbanka, flutti í Sólhlíð 21, en að síðustu í Hraunbúðir og lést þar 2020.

I. Barnsfaðir Grétu var Sigurbjörn Friðrik Ólason sjómaður, f. 28. júní 1937, d. 10. febrúar 2020.
Barn þeirra var
1. Guðjón Sigurbjörnsson, f. 22. febrúar 1958 á Landamótum, d. 2. maí 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.