Sigríður Friðriksdóttir (Landamótum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja á Landamótum fæddist 30. júní 1917 í Ólafsfirði og lést 27. febrúar 1995.
Foreldrar hennar voru Friðrik Jónsson sjómaður, f. 6. janúar 1883, d. 29. ágúst 1974, og kona hans Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 29. ágúst 1892, d. 28. júní 1957.

Sigríður fluttist til Eyja og var í vist um skeið.
Þau Guðjón giftu sig 1936, eignuðust 3 börn, en misstu eitt barn á 8. árinu.
Guðjón lést 1992.
Sigríður dvaldi síðast á Hjallabraut 33 í Hafnarfirði.
Hún lést 1995.

Maður hennar, (18. desember 1936), var Guðjón Ólafsson skipstjóri frá Landamótum, f. 30. janúar 1915, d. 4. maí 1992.
Börn þeirra:
1. Gréta Guðjónsdóttir, f. 6. maí 1938.
2. Guðbjörg Ósk Guðjónsdóttir, f. 27. júlí 1943, d. 23. desember 1950.
3. Friðrik Ólafur Guðjónsson, f. 6. janúar 1948.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.