Kristín Óladóttir
Kristín Óladóttir húsfreyja fæddist 17. mars 1889 í Sandhúsi í Mjóafirði eystra og lést 1. september 1975.
Faðir Kristínar var Óli Kristján steinsmiður í Reykjavík, síðan húsmaður á Mjóafirði eystra, bátsformaður, síðast verkstjóri í Hafnarfirði, f. 7. október 1855 á Öxi í Breiðavík á Snæfellsnesi, d. 29. apríl 1911, Þorvarðarson bónda, hreppstjóra, varaþingmanns og amtmannsskrifara á Staðarfelli á Fellsströnd, síðar á Kalastöðum í Hvalfirði, f. 26. júní 1828 á Kalastöðum, d. 29. nóvember 1872 þar, Ólafssonar bónda, skipasmiðs og lögréttumanns, - á Kúludalsá á Akranesi, Kalastöðum í Hvalfirði og síðast í Kalastaðakoti þar, f. 1764, d. 18. júlí 1843, Péturssonar, og síðari konu Ólafs Péturssonar, (19. maí 1819), Kristínar húsfreyju, f. 1797 í Brautarholti á Kjalarnesi, d. 30. október 1871, Þorvarðardóttur.
Móðir Óla Kristjáns og barnsmóðir Þorvarðar Ólafssonar var Þóra, síðar húsfreyja í Ólafsvík, f. 22. maí 1832 í Staðastaðarsókn, Þóðardóttir bónda og hreppstjóra á Hellnum, á Syðri-Görðum (nú Hofgörðum) og Skjaldartröð á Snæfellsnesi, f. 1763, d. 24. maí 1836, Tómassonar, og síðari konu Þórðar Tómassonar, (9. nóvember 1819), Valgerðar húsfreyju, f. 1792, Jónsdóttur.
Móðir Kristínar Óladóttur og kona, (20. nóvember 1890), Óla Kristjáns var Jóhanna húsfreyja, f. 1860 á Stokkseyri, d. 16. júlí 1894, Karelsdóttir bónda og formanns á Stokkseyri, f. 29. júlí 1831, d. 12. júlí 1879, Jónssonar bónda á Ásgautsstöðum á Stokkseyri og í Borg á Eyrarbakka, f. 13. júní 1799, d. 18. apríl 1841, Egilssonar, og síðari konu Jóns Egilssonar, Ingunnar húsfreyju, f. 1800, d. 2. desember 1863, Jónsdóttur.
Móðir Jóhönnu Karelsdóttur og kona Karels var Guðríður bústýra og síðan húsfreyja, f. 1828, Þorvarðardóttir bónda í Breiðamýrarholti í Gaulverjabæjarhreppi og í Brattsholti í Stokkseyrarhreppi, f. 1790, Hallgrímssonar, og konu Þorvarðar, Gróu húsfreyju, f. 1790, d. 6. júlí 1834, Sigurðardóttur.
Alsystir Kristínar var
1. Rannveig Óladóttir húsfreyja, f. 18. desember 1893 í Mjóafirði eystra, d. 14. nóvember 1918.
Hálfsystir Kristínar, af sama föður, var
2. Ólafía Ingibjörg Óladóttir, (Lóa í Stíghúsi), f. 17. nóvember 1897, d. 22. mars 1965.
Kristín Óladóttir var í fóstri hjá sr. Þorsteini Halldórssyni í Þinghól í Mjóafirði eftir skyndilegt fráfall móður sinnar, en kom aftur til föður síns og bústýru hans 1896.
Hún fluttist síðan með fjölskyldunni til Hafnarfjarðar 1905.
Kristín var vinnukona í Brekkuhúsi, er þau Sigurjón kynntust. Hún var skráð húsfreyja þar 1910. Þau eignuðust Þingeyri um rúmlega árs skeið um 1924, skiptu á Þingeyri og Grímsstöðum við Hallgrím Guðjónsson frá Sandfelli og bjuggu þar síðan frá 1925. Kristín bjó þar eftir skilnað sinn og Sigurjóns í nokkur ár.
Kristín veiktist af berklum í baki og lá í heilt ár hjá Þóru Jónsdóttur í Dalbæ um 1920.
Síðar fékk hún heilablóðfall og lamaðist. Lá hún af þeim sökum á Sjúkrahúsinu og við gos og eftir var hún á Borgarspítalanum, uns hún fluttist til Eyja með Margréti dóttur sinni og lést þar á Sjúkrahúsinu.
Aftari röð frá vinstri: Sigurbjörg Sigurjónsdóttir (Stella), Ragnhildur Sigurjónsdóttir (Bubba), Sigurður Sigurjónsson
(Siggi, skipstjóri á Freyju), Jóhanna Sigurjónsdóttir (Hanna).
Fremri röð frá vinstri: Aðalheiður Sigurjónsdóttir (Lalla), frú Kristín, Margrét Sigurjónsdóttir (Maggý). (Blik 1974).
Maður Kristínar var, (1910, skildu), Sigurjón Sigurðsson bátsformaður og síðar fisksali, f. 6. mars 1890, dáinn 8. júní 1959.
Börn Kristínar og Sigurjóns:
1. Sigurbjörg húsfreyja, f. 27. desember 1910, d. 24. júní 1971, gift Boga Ólafssyni skipstjóra, f. 1. nóvember 1910, d. 1. janúar 2003, ættaður frá Hofsstöðum í Mýrasýslu.
2. Sigurður Óli, f. 24. janúar 1912, d. 16. júní 1981. Kona hans var Jóhanna Helgadóttir, f. 9. október 1915 í Eyjum, d. 7. október 2000.
4. Aðalheiður, dó þriggja ára.
5. Jóhanna, f. 21. ágúst 1915, d. 28. mars 1989, gift Sigurði Guðmundssyni frá Núpi undir Eyjafjöllum, f. 12. ágúst 1918, d. 15. nóvember 1992.
6. Ragnhildur, f. 16. júlí 1918, d. 4. júlí 2009, gift Eyjólfi Sigurðssyni prentara í Reykjavík.
7. Drengur, tvíburi við Ragnhildi, fæddist og dó sama dag.
8. Margrét, f. 20. desember 1923, gift Elíasi Gunnlaugssyni skipstjóra, f. 22. febrúar 1922.
9. Aðalheiður, f. 16. maí 1926, gift: 1) Antoni Jónssyni, skildu, 2) Gísla Ólafssyni.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
- Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
- Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
- Blik 1974: Aðeins til að minna á mæta konu.
- Margrét Sigurjónsdóttir.
- Heimaslóð.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
- Garður.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.