„Guðrún Guðný Jónsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 26: Lína 26:
III. Barnsfaðir hennar var [[Jón Guðlaugsson lögreglumaður|Jón Guðlaugsson]] frá Hallgeirsey í A-Landeyjum, lögreglumaður, síðar skósmiður, f. 5. maí 1872, d. 6. nóvember 1967.<br>
III. Barnsfaðir hennar var [[Jón Guðlaugsson lögreglumaður|Jón Guðlaugsson]] frá Hallgeirsey í A-Landeyjum, lögreglumaður, síðar skósmiður, f. 5. maí 1872, d. 6. nóvember 1967.<br>
Barn þeirra var<br>
Barn þeirra var<br>
3. [[Guðjón Jónsson (Rauðafelli)|Guðjón Jónsson]] rakari, sjómaður, f. 23. janúar 1912, d. 16. janúar 1998.
3. [[Guðjón Jónsson (Nýjabæ)|Guðjón Jónsson]] rakari, sjómaður, f. 23. janúar 1912, d. 16. janúar 1998.
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  

Útgáfa síðunnar 5. júlí 2015 kl. 20:59

Guðrún Guðný Jónsdóttir ráðskona, prjónakona, vinnukona, fæddist 10. janúar 1873 í Hallgeirsey í A-Landeyjum og lést 9. september 1957, jarðsett í Njarðvíkum.
Foreldrar hennar voru Jón Brandsson bóndi og formaður, f. 9. október 1835, drukknaði 25. mars 1893 við Vestmannaeyjar, og kona hans Guðrún Bergsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1832 í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, d. 1913 í Eyjum.

Systkini Guðrúnar Guðnýjar voru m.a.:
1. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Suðurgarði.
2. Steinvör Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Nýjabæ.
3. Jón Jónsson öryrki í Svaðkoti, síðar hjá Steinvöru í Nýjabæ, f. 28. maí 1878, d. 13. ágúst 1930.

Guðrún Guðný var með foreldrum sínum í Hallgeirsey 1890, fluttist til Seltjarnarness og þaðan til Mjóafjarðar 1894.
Hún var bústýra hjá Kristjáni Guðmundssyni skósmið í Mjóafirði 1895, fluttist með honum til Reykjavíkur 1896 og þaðan fór hún til Eyja. Hún fór frá Garðinum að Hallgeirsey í A-Landeyjum á sama ári og þaðan til Reykjavíkur, kom frá Reykjavík til Eyja 1897.
Hún fór aftur til Mjóafjarðar 1901 og var þar með Kristjáni Guðmundssyni og konu hans síðasta ár þeirra í Mjóafirði 1902. Hún var svo vinnukona á Borgareyri þar, en fór í brott 1904.
Guðrún Guðný var vinnukona á Arnórsstöðum á Jökuldal og kom þaðan til Eyja 1908.
Hún var vinnukona í Svaðkoti 1908-1909, verkakona í Þorlaugargerði 1910, var í Nýjabæ við fæðingu Guðjóns 1912, leigjandi í Laufholti með Guðjón hjá sér 1913, á Skjaldbreið 1914 og enn 1917, leigjandi í Stafholti 1918 með Guðjón hjá sér, lausakona á Sæbergi 1919 og 1920, en Guðjón var ekki með henni. Hann var í fóstri á Felli í Mýrdal.
Guðrún Guðný var bústýra hjá Þorsteini Sigurðssyni á Sæbergi 1922.
Hún kom til Eyja frá Kanada 1928, var prjónakona á Vestmannabraut 58B (Rauðafelli) 1930.
Guðrún Guðný fluttist til Suðurnesja og lést þar 1957.

I. Barnsfaðir hennar var Bergþór Björnsson, síðar bóndi í Austari-Krókum á Flateyjardalsheiði í S-Þing., f. 4. september 1882, d. 18. febrúar 1957.
Barn þeirra var
1. Guðlaug Ingveldur Bergþórsdóttir húsfreyja í Njarðvík, f. 18. nóvember 1908, d. 4. apríl 1985.

II. Barnsfaðir hennar var Bjarni Benediktsson vinnumaður í Bjóluhjáleigu í Djúpárhreppi 1910, f. 18. júlí 1889, d. 23. júní 1972.
Barn þeirra var
2. Marta Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 22. mars 1910, var í fóstri hjá Steinvöru móðursystur sinni í Nýjabæ, d. 2. júlí 1914.

III. Barnsfaðir hennar var Jón Guðlaugsson frá Hallgeirsey í A-Landeyjum, lögreglumaður, síðar skósmiður, f. 5. maí 1872, d. 6. nóvember 1967.
Barn þeirra var
3. Guðjón Jónsson rakari, sjómaður, f. 23. janúar 1912, d. 16. janúar 1998.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.