„Varmidalur“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Bætti við texta)
(Smáleiðrétting)
Lína 12: Lína 12:


Björn Sigurðsson seldi [[Sveinn Þórðarson|Sveini Þórðarsyni]] Vestmannaeyjum sinn hluta af húsinu (2/3) þann 3. október 1929. Verð var 10.000 kr.
Björn Sigurðsson seldi [[Sveinn Þórðarson|Sveini Þórðarsyni]] Vestmannaeyjum sinn hluta af húsinu (2/3) þann 3. október 1929. Verð var 10.000 kr.
[[Helga Sveinsdóttir|Helga]], [[Valdimar Sveinsson|Valdimar]], [[Elías Sveinsson|Elías]] og [[Þórður Valdimarsson|Þórður]] Sveinsbörn, erfðu hlut föður síns þann 3. október 1938. Matsverð var 10.300 kr. Sama dag greiddu bræðurnir Helgu út sinn arfshlut í Varmadal, kr. 1164,82. Árið 1940 seldi Þórður Sigurðsson sinn hluta (1/3) þeim [[Stefán Nikulásson|Stefáni Nikulássyni]] og [[Guðbjörg Sveinsdóttir|Guðbjörgu Sveinsdóttur]] á kr. 5000 sem greitt var með veðskuldabréfi. Stefán seldi svo bræðrunum Valdimar og Elíasi hlut sinn árið 1944 á kr. 17.000. Árið 1946 seldi Þórður þeim Valdimar og Elíasi sinn hlut á kr. 3.500. Valdimar lést árið 1947 og [[Margrét Pétursdóttir]], ekkja hans, seldi Elíasi dánarbú Valdimars í Varmadal þann 22. maí 1958; verð kr. 114.500. Frá og með þeim degi voru Elías og kona hans, [[Eva Þórarinsdóttir]] eigendur að öllum Varmadal. Elías lést 1988 en Eva flutti á Hraunbúðir 1998 og seldi þá húsið [[Sigurður Ásmundsson|Sigurði Ásmundssyni]].
[[Helga Sveinsdóttir|Helga]], [[Valdimar Sveinsson|Valdimar]], [[Elías Sveinsson|Elías]] og [[Þórður Valdimarsson|Þórður]] Sveinsbörn, erfðu hlut föður síns þann 3. október 1938. Matsverð var 10.300 kr. Sama dag greiddu bræðurnir Helgu út sinn arfshlut í Varmadal, kr. 1164,82. Árið 1940 seldi Þórður Sigurðsson sinn hluta (1/3) þeim [[Stefán Nikulásson|Stefáni Nikulássyni]] og [[Guðbjörg Sveinsdóttir|Guðbjörgu Sveinsdóttur]] á kr. 5000 sem greitt var með veðskuldabréfi. Stefán seldi svo bræðrunum Valdimar og Elíasi hlut sinn árið 1944 á kr. 17.000. Árið 1946 seldi Þórður þeim Valdimar og Elíasi sinn hlut á kr. 3.500. Valdimar lést árið 1947 og [[Margrét Pétursdóttir]], ekkja hans, seldi Elíasi dánarbú Valdimars í Varmadal þann 22. maí 1958; verð kr. 114.500. Frá og með þeim degi voru Elías og kona hans, [[Eva Þórarinsdóttir]] eigendur að öllum Varmadal. Elías lést 1988 en Eva flutti á [[Hraunbúðir]] 1999 og seldi [[Sigurður Ásmundsson|Sigurði Ásmundssyni]] húsið 1996.


== Húsaskipan ==
== Húsaskipan ==
Lína 57: Lína 57:
*'''Fjölskylda Elíasar:'''
*'''Fjölskylda Elíasar:'''
*[[Elías Sveinsson]] f. 1910  d. 1988.
*[[Elías Sveinsson]] f. 1910  d. 1988.
*[[Eva Lijlan Þórarinsdóttir]] f. 1912.
*[[Eva Liljan Þórarinsdóttir]] f. 1912.
*Börn þeirra:
*Börn þeirra:
*[[Sigurður Sveinn Elíasson]] f. 1936.
*[[Sigurður Sveinn Elíasson]] f. 1936.

Útgáfa síðunnar 19. febrúar 2006 kl. 16:50

Varmidalur við Skólaveg

Húsið Varmidalur stendur við Skólaveg 24. Það var reist árið 1924.

Björn Sigurðsson (Bjössi í Heiðarhól), þurrabúðarmaður Hvoli Vestmannaeyjum og kona hans Jóna Ásbjörnsdóttir fengu lán þann 6. júlí 1923 að upphæð kr. 4000, hjá Ólafi Eiríkssyni kennara frá Eyvindarhólum í Austur-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu, til að bygga húsið Varmadal í Vestmannaeyjum, mð veði í 2/3 af fyrirhuguðu húsi. 1/3 hluta hússins byggðu Þórður Sigurðsson og Sæfinna Jónsdóttir, tengdamóðir Björns. Stærð hússins var 65 ferm. að grunnfleti.

Í veðskuldabréfi, útgefnu 6. júlí 1923, stendur eftirfarandi:

„Jeg Björn Sigurðsson þurrabúðarmaður á Hvoli í Vestmannaeyjum viðurkenni hjer með að jeg skulda herra Ólafi kennara Eiríkssyni frá Eyvindarhólum í Austur-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu kr. 4000,- fjögur þúsund krónur er jeg skuldbind mig til að greiða þannig: 500,- krónur á ári hverju þar til skuldinni er að fullu lokið. Gjalddagi er ákveðinn 1. október ár hvert. Fyrstaafborgun skal því greiðast 1. október 1924. Í vexti af láni þessu eins og það er á hverjum gjalddaga, greiði jeg 6 sex af hundraði á ári og greiðist á sama tíma og afborganirnar..“

Í lóðarleigusamningi stendur m.a: „Umboðsmaðurinn yfir Vestmannaeyjum gjörir kunnugt þann 13. júní 1923 að hann leigi Birni Sigurðssyni og Þórði Sigurðssyni lóð þá er fylgja ber húseigninni Varmidalur í Vestmannaeyjum frá fardögum 1924. Lóðin er 480 fermetrar og er leigð til 50 ára.“

Eigendur gegnum tíðina

Björn Sigurðsson seldi Sveini Þórðarsyni Vestmannaeyjum sinn hluta af húsinu (2/3) þann 3. október 1929. Verð var 10.000 kr. Helga, Valdimar, Elías og Þórður Sveinsbörn, erfðu hlut föður síns þann 3. október 1938. Matsverð var 10.300 kr. Sama dag greiddu bræðurnir Helgu út sinn arfshlut í Varmadal, kr. 1164,82. Árið 1940 seldi Þórður Sigurðsson sinn hluta (1/3) þeim Stefáni Nikulássyni og Guðbjörgu Sveinsdóttur á kr. 5000 sem greitt var með veðskuldabréfi. Stefán seldi svo bræðrunum Valdimar og Elíasi hlut sinn árið 1944 á kr. 17.000. Árið 1946 seldi Þórður þeim Valdimar og Elíasi sinn hlut á kr. 3.500. Valdimar lést árið 1947 og Margrét Pétursdóttir, ekkja hans, seldi Elíasi dánarbú Valdimars í Varmadal þann 22. maí 1958; verð kr. 114.500. Frá og með þeim degi voru Elías og kona hans, Eva Þórarinsdóttir eigendur að öllum Varmadal. Elías lést 1988 en Eva flutti á Hraunbúðir 1999 og seldi Sigurði Ásmundssyni húsið 1996.

Húsaskipan

Í Varmadal var lengst af tvíbýli. Norðurhlutinn (1/3 hluti hússins) skiptist þannig að eitt herbergi var í kjallara svo og geymsla; á hæðinni var eldhús og herbergi og í risi herbergi og geymsla. Suðurhlutinn (2/3 hlutar hússins) skiptist í tvö herbergi í kjallara; á hæðinni var eldhús, vinnukonuherbergi og tvö svefnherbergi og í risi var herbergi og geymslur. Þá voru og kolageymslur fyrir báðar íbúðir og brunnar, sem var breytt í geymslur og hitaveitukompu þegar vatnsveitan kom til sögunnar. Við stækkun hússins árið 1955 var brunnur stækkaður og komið fyrir salerni, sturtu og þvottahúsi.

Endurbætur og fleira

Varmidalur tengdist holræsakerfi bæjarins árið 1947 þegar holræsi var lagt í Skólaveginn. Áður var allt skolp og þvottavatn borið út í fötum og hellt í svelg sem var við norðvesturhornhússins, þar sem nú er bílskúr. Allur þvottur var þveginn í eldhúsunum en þear fyrsta þvottavélin kom, árið 1947, var hluti forstofu í kjallara hólfaður af og tekinn undir þvottahús. Upphitun var fyrst þannig að í kjallara var kolaofn í norðurherbergi og frá eldavélinni var reykrör leitt í suðurherbergið og þaðan i skorsteininn. Álíka kynding var á hæðinni. Árið 1938 var miðstöðvarhitun tengd við eldavélarnar á hvorri hæð fyrir sig í miðstöðvarofna sem voru þá settir upp. Sama ár var gólf steypt í kjallarann en áður var þar trégólf. Einhvern tíma á árunum 1945 til 1950 var svo sett olíukynding í húsið en það tengdist hitaveitu bæjarins um 1980. Á árunum 1950 til 1955 var skipt um glugga og húsið forskalað. Hvað mestu breytingarnar urðu þegar brunnur var stækkaður 1955, innisalerni sett upp og útikamar rifinn. Þá var og rafmagnsvatnsdæla sett upp og hætt að pumpa vatninu með handafli í hæðarbox uppi í risi. Um líkt leyti var eldhúsið, sem nú er, endurnýjað og stofunni komið í það form sem hún er í núna. Vatn úr vatnsveitukerfi bæjarins var tekið inn árið 1969. Núverandi eigendur hafa endurbætt húsið verulega að utan, klætt það á ný með bárujárni og er það nú hið myndarlegasta. Til gamans má geta þess að Varmidalur var brunatryggður árið 1938 fyrir 14.600 kr. og var ársiðgjaldið fyrir trygginguna kr. 81,53. Árið 1952 var tryggingarupphæðin 50.000 kr. og ársiðgjaldið kr. 270.

Íbúar

Fjölmargir hafa búið í Varmadal um lengri og skemmri tíma og verða hér nokkrir nafngreindir.

Þórður og Sæfinna bjuggu í eldhúsinu og norðurherberginu á hæðinni og síðan Stefán og Guðbjörg, þar til þau seldu, árið 1944. Eftir það leigðu Björg Bergþórsdóttir og Emil Pálsson íbúðina í tvö ár eða þar til Margrét Pétursdóttir flutti í þann hluta hússins.

Feðgarnir Sveinn, Þórður, Elías og Valdimar bjuggu í suðurhlutanum frá 1929 og Margrét kom inn á heimilið árið 1934. Eva Þórarinsdóttir var vinnukona hjá Margréti og Valdimar árið 1934 og kynntist þar Elíasi. Ári síðar flytja hún og Elías úr Varmadal og hefja búskap í Langa-Hvammi við Kirkjuveg. Sveinn lést árið 1936. Árið 1945 flutti Þórður að heiman og hóf búskap með Elínu JónsdótturKirkjubóli.

Árni Magnússon (sonur Manga grjót) og Helga Sveinsdóttir bjuggu í kjallaranum frá árinu 1929 til 1934. Fluttu þá að Hásteinsvegi 17 sem kallað var Fjósið, bjuggu í Reykjavík í tvö ár en fluttu síðan að Kröggólfsstöðum.

Sigurður Sigurjónsson (Siggi á Freyjunni) og Jóhanna Helgadóttir leigðu kjallarann árin 1935 og 1936. Sumarið 1937 hófu þar búskap Sveinbjörn Guðlaugsson og Ólöf Oddný Ólafsdóttir (Odda og Svenni) og eru þar þangað til Elías og Eva flytja þar inn haustið 1937. Kjallaraíbúðin var eldhús, suðurherbergi og norðurherbergi en það herbergi leigði Þórður Sigurðsson.

Valdimar lést árið 1947 og árið eftir fluttu Elías og Eva í suðurhlutann á hæðinni en Margrét í norðurhlutann. Bæði geymslur og risherbergi voru í sameign og voru börn frá báðum fjölskyldum í herbergjunum tveimur í risinu.

Árið 1956 bjuggu Sveinn Valdimarsson og Lára Þorgeirsdóttir í kjallaranum, síðan flutti Margrét í kjallarann og eftir það bjuggu Elías og Eva á allri hæðinni. Margrét bjó í kjallaranum í tvö ár eða þar til hún seldi sinn hluta af Varmadal og flutti að Stuðlabergi með Þorgeiri Jóelssyni frá Sælundi árið 1958.

Andrés Gestsson (Andrés blindi) hafði aðstöðu fyrir bólstrun sína um skeið í kjallaranum árið 1957. Bræðurnir Sigurður og Atli Elíassynir bjuggu í kjallaranum í nokkur ár og systir þeirra, Una Elíasdóttir og Önundur Kristjánsson á árunum 1961 til 1964. Eftir það bjó þar Sævaldur Elíasson og síðan bróðir hans, Hjalti Elíasson fram að gosinu 1973. Á árunum 1975 til 1976 hafði Sjómannafélagið Jötunn kjallarann á leigu fyrir skrifstofu- og fundaaðstöðu og voru þar m.a. greidd atkvæði um kjarasamninga eftir sjómannaverkfallið 1976. Á árunum 1977 til 1985 voru ýmsir leigjendur í kjallaranum, mest sjómenn og vertíðarfólk. Á árunum 1985 til 1996 var Ólafur Jónsson frá Nýhöfn leigjandi í kjallaranum.

Varmadalsfjölskyldurnar

Lengst af bjuggu í Varmadal bræðurnir Valdimar og Elías og fjölskyldur þeirra. Hefur það fólk jafnan verið kennt við Varmadal.



Heimildir

  • Atli Elíasson. Samantekt um sögu Varmadals 1923 - 1996.