Stefán Nikulásson (Þinghól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Stefán Nikulásson)
Fara í flakk Fara í leit

Stefán Nikulásson frá Þinghól við Kirkjuveg 19, viðskiptafræðingur fæddist 23. apríl 1915 og lést 3. júlí 1985.
Foreldrar hans voru Sigurður Nikulás Friðriksson rafmagnseftirlitsmaður, f. 29. maí 1890 á Litlu-Hólum í Mýrdal, d. 6. júní 1949, og kona hans Ragna Stefanía Stefánsdóttir húsfreyja, f. 6. apríl 1889 á Eystri-Sólheimum í Mýrdal, d. 29. mars 1974.

Börn Rögnu og Nikulásar:
1. Stefán Nikulásson viðskiptafræðingur í Rvk, f. 23. apríl 1915 í Þinghól í Eyjum, d. 3. júlí 1985. Kona hans Sigrún Bergsteinsdóttir.
2. Ragnheiður Þyrí Nikulásdóttir húsfreyja í Rvk, f. 4. ágúst 1917 í Rvk, d. 17. apríl 2004. Maður hennar Magnús Pálsson.
3. Halldór Friðrik Nikulásson rafvirki, f. 22. júní 1919, d. 3. júlí 2010. Kona hans Lára Guðmundsdóttir.
4. Einar Nikulásson rafvirkjameistari í Rvk, f. 3. október 1921, d. 28. maí 2006.
5. Unnur Nikulásdóttir Eyfells, f. 21. október 1924, d. 26. febrúar 2009.

Stefán var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur 1919.
Hann lauk stúdentsprófi í MR. 1936 og kandídatsprófi í viðskiptafræði í HÍ 1945. Hann var eitt ár í Noregi og kynnti sér framleislu raftækja.
Hann vann hjá Rafha í Hafnarfirði, Skóverslun Lárusar G. Lúðvíkssonar, hjá Landsambandi Iðnaðarmanna og hjá Olíuverslun Íslands. Hann varð síðan starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá 1922 og vann þar til æviloka.
Þau Sigrún giftu sig 1938, eignuðust eitt barn.
Stefán lést 1985 og Sigrún 1997.

I. Kona Stefáns, (14. október 1938), var Sigrún Bergsteinsdóttir frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi, Rang., húsfreyja, f. 23. apríl 1917, d. 6. apríl 1997. Foreldrar hennar voru Bergsteinn Kristjánsson bóndi, f. 28. nóvember 1889, d. 6. júní 1974 og kona hans Steinunn Auðunsdóttir frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 3. júlí 1894, d. 8. janúar 1991. Barn þeirra:
1. Bergsteinn Stefánsson sjóntækjafræðingur, kaupmaður, f. 6. nóvember 1940, d. 29. apríl 1996. Kona hans Edda Níels.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 1985. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.