„Guðrún Sigurðardóttir (Hólshúsi)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 8: | Lína 8: | ||
Guðrún var alsystir <br> | Guðrún var alsystir <br> | ||
1. [[Guðrún Sigurðardóttir (Miðhúsum)|Guðrúnar Sigurðardóttur]] yngri, húsfreyju, f. 6. apríl 1834, d. 31. ágúst 1897 í Vesturheimi, kona (skildu) [[Helgi Jónsson (Draumbæ)|Helga Jónssonar]] bónda í Draumbæ og tomthúsmanns á [[Miðhús]]um.<br> | 1. [[Guðrún Sigurðardóttir (Miðhúsum)|Guðrúnar Sigurðardóttur]] yngri, húsfreyju, f. 6. apríl 1834, d. 31. ágúst 1897 í Vesturheimi, kona (skildu) [[Helgi Jónsson (Draumbæ)|Helga Jónssonar]] bónda í Draumbæ og tomthúsmanns á [[Miðhús]]um.<br> | ||
2. [[Járngerður Sigurðardóttir (Túni)|Járngerðar Sigurðardóttur]] húsfreyju í [[Draumbær|Draumbæ]], [[Tún (hús)|Túni]] og [[Gerði-stóra|Stóra-Gerði]], f. 17. september 1830, d. 23. desember 1876, | 2. [[Járngerður Sigurðardóttir (Túni)|Járngerðar Sigurðardóttur]] húsfreyju í [[Draumbær|Draumbæ]], [[Tún (hús)|Túni]] og [[Gerði-stóra|Stóra-Gerði]], f. 17. september 1830, d. 23. desember 1876, konu [[Sigurður Jónsson (Túni)|Sigurðar Jónssonar]] bónda og sjómanns.<br> | ||
Þær þrjár voru hálfsystur, af sama föður<br> | Þær þrjár voru hálfsystur, af sama föður<br> | ||
3. [[Þuríður Sigurðardóttir mormóni|Þuríðar Sigurðardóttur]] húsfreyju á [[Lönd]]um, síðar á Stokkseyri, f. 23. september 1821, d. 8. mars 1910, fyrr gift Páli Einarssyni, síðar [[Magnús Kristjánsson mormómi|Magnúsi Kristjánssyni]] járnsmið.<br> | 3. [[Þuríður Sigurðardóttir mormóni|Þuríðar Sigurðardóttur]] húsfreyju á [[Lönd]]um, síðar á Stokkseyri, f. 23. september 1821, d. 8. mars 1910, fyrr gift Páli Einarssyni, síðar [[Magnús Kristjánsson mormómi|Magnúsi Kristjánssyni]] járnsmið.<br> |
Útgáfa síðunnar 29. maí 2014 kl. 21:56
Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja á Kirkjubæ, Presthúsum og í Hólshúsi fæddist 1. janúar 1828 og lést 13. maí 1882.
Faðir hennar var Sigurður bóndi á Borgareyrum u. Eyjafjöllum, í Stóru-Hildisey, Gularáshjáleigu og Syðri-Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum, f. 1792 í Efri-Rotum u. Eyjafjöllum, d. 3. júlí 1866 í Úlfsstaðahjáleigu, Andrésson bónda í Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, f. 1757, d. 28. júlí 1848, Sigurðssonar bónda í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 1725, d. 6. janúar 1783, Björnssonar, og konu Sigurðar í Vesturholtum, Gróu húsfreyju, f. 1729, d. 25. júní 1805, Þorsteinsdóttur.
Móðir Sigurðar á Borgareyrum og kona Andrésar í Neðri-Dal var Guðrún húsfreyja, f. 1756, d. 4. janúar 1838, Högnadóttir bónda í Neðri-Dal, f. 1721, á lífi 1801, Þorleifssonar, og konu Högna, Guðnýjar húsfreyju, f. 1722, Sigurðardóttur.
Móðir Guðrúnar í Hólshúsi og síðari kona Sigurðar Andréssonar var Margrét húsfreyja, f. 27. mars 1802, d. 4. desember 1870, Þóroddsdóttir bónda í Dalseli u. Eyjafjöllum, f. 1761, d. 12. október 1826, Gissurarsonar bónda þar, f. 1715, d. 1782, Ísleifssonar, og konu Gissurar, Steinunnar húsfreyju, f. 1719, á lífi 1801, Filippusdóttur.
Móðir Margrétar húsfreyju Þóroddsdóttur og kona Þórodds í Dalseli var Guðrún húsfreyja, f. 1769, d. 26. apríl 1827, Sigurðardóttir bónda í Nesi í Selvogi, bónda í Vorsabæ í Flóa 1801, f. 1732, d. 25. júlí 1823, Péturssonar, og konu Sigurðar í Nesi og Vorsabæ, Járngerðar húsfreyju, f. 1730, d. 11. september 1811, Hjartardóttur.
Guðrún var alsystir
1. Guðrúnar Sigurðardóttur yngri, húsfreyju, f. 6. apríl 1834, d. 31. ágúst 1897 í Vesturheimi, kona (skildu) Helga Jónssonar bónda í Draumbæ og tomthúsmanns á Miðhúsum.
2. Járngerðar Sigurðardóttur húsfreyju í Draumbæ, Túni og Stóra-Gerði, f. 17. september 1830, d. 23. desember 1876, konu Sigurðar Jónssonar bónda og sjómanns.
Þær þrjár voru hálfsystur, af sama föður
3. Þuríðar Sigurðardóttur húsfreyju á Löndum, síðar á Stokkseyri, f. 23. september 1821, d. 8. mars 1910, fyrr gift Páli Einarssyni, síðar Magnúsi Kristjánssyni járnsmið.
Guðrún var Guðrún eldri. Hún var 7 ára með foreldrum sínum í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum 1835, 13 ára með þeim í Gularáshjáleigu þar 1840. Hún var vinnukona á Bryggjum 1850 og þar var Vigfús Magnússon sonur húsráðenda.
Guðrún var 33 ára húsfreyja á Kirkjubæ í Eyjum 1860 með Vigfúsi og sonunum Sigurði 10 ára og Magnúsi 7 ára.
Vigfús lést 1869. Guðrún var ekkja í Hólshúsi 1870 með Kristínu 9 ára hjá sér.
Á árinu 1880 var hún hjá syni sínum Magnúsi í Dölum. Hún lést 1882.
Maður Guðrúnar í Hólshúsi var Vigfús Magnússon sjómaður á Kirkjubæ, í gömlu Presthúsum og síðar í Hólshúsi f. 9. október 1815 og lést 25. febrúar 1869 af vosbúð á skipinu „Ægi“ í Útilegunni miklu 25. febrúar 1869.
Börn Guðrúnar og Vigfúsar í Hólshúsi hér nefnd:
1. Sigurður Vigfússon, (Siggi Fúsa) á Fögruvöllum, fjárbóndi og fræðaþulur, f. 29. mars 1851, d. 3. nóvember 1934.
2. Magnús Vigfússon sjómaður og landverkamaður í Presthúsum, f. 1. október 1854, d. 13. ágúst 1926.
3. Kristín Vigfúsdóttir, f. 9. mars 1861, d. 3. september 1889.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum. Jóhann Gunnar Ólafsson. Útg. Þorsteinn Johnson 1938-1939.