„Jón Eyjólfsson (Kirkjubæ)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Jón Eyjólfsson''' bóndi og sjómaður á Kirkjubæ fæddist 1862 í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum og fórst 20. maí 1901, drukknaði í álnum suður af Bja...) |
m (Verndaði „Jón Eyjólfsson (Kirkjubæ)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 25. apríl 2014 kl. 11:04
Jón Eyjólfsson bóndi og sjómaður á Kirkjubæ fæddist 1862 í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum og fórst 20. maí 1901, drukknaði í álnum suður af Bjarnarey.
Ætt og uppruni
Foreldrar Jóns voru Eyjólfur bóndi á Yztabæli u. Eyjafjöllum, f. 10. október 1824, d. 4. október 1863, Magnúsar frá Knopsborg á Seltjarnarnesi, bónda á Yztabæli 1816, f. 1786, d. 1855, Jóns húsmanns í Knopsborg, f. 1750, d. 1788, Þorsteinssonar og seinni konu Magnúsar bónda (11. nóvember 1822), Margrétar húsfreyju, f. 1790, d. 1848, Eyjólfsdóttur.
Móðir Jóns á Kirkjubæ og kona Eyjólfs var Ingibjörg húsfreyja á Yztabæli, en var á Kirkjubæ í Eyjum 1901 og 1910, f. 22. apríl 1835, d. 7. marz 1915, Jóns bónda á Rauðafelli, f. á Ytri-Sólheimum 1795, d. 1860, Einars, f. 1759, d. 1801, Sigurðssonar og konu Jóns á Rauðafelli, Ingibjargar húsfreyju, f. 1794, Hjörleifsdóttur.
Lífsferill
Jón missti föður sinn, er hann var á fyrsta ári. Hann var settur niður í Steinum u. Eyjafjöllum. Var hann þar niðursetningur 1870, vinnumaður þar 1880. Hann fluttist til Eyja og var vinnumaður á Vilborgarstöðum 1890, síðar bóndi og sjómaður í Vestri-Staðarbæ á Kirkjubæ.
Jón var félagi í Framfarafélaginu 1895.
Hann fórst með áraskipinu Sjólyst 20. maí 1901 í álnum suður af Bjarnarey.
Kona Jóns (8. október 1892) var Sigríður Sighvatsdóttir húsfreyja, f. 1864, d. 12. september 1902. Foreldrar hennar voru Sighvatur Sigurðsson bóndi á Vilborgarstöðum og k.h. Björg Árnadóttir húsfreyja.
Börn þeirra Sigríðar voru:
- Kristján Loftur, f. 1891.
- Kjartan, f. 1896, d. 1940.
- Sigurður Björgvin, f. 1899, d. 1914.
- Jónína Sigríður, f. 1901, d. 1922.
Heimildir
- Upphaflega grein skrifaði Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Björn Magnússon. Vestur-Skaftfellingar. Reykjavík: Prentsmiðjan Leiftur H.F., 1970-1973.
- Guðjón Ármann Eyjólfsson og Eyjólfur Gíslason: Loftur Jónsson, minningargrein í Morgunblaðinu 9. maí 1981.
- Legstaðaskrá.
- Manntöl.
- Páll Oddgeirsson. Minningarrit, 1952.
- Prestþjónustubækur.